is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12071

Titill: 
  • Fjölskyldumiðuð atferlismeðferð fyrir of feit börn: Árangur styttrar og einfaldaðrar meðferðar við klínískar aðstæður
  • Titill er á ensku Family-based behavioural treatment for childhood obesity: Effects of a shorter simplified treatment in clinical settings
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna árangur af stuttri, einfaldaðri meðferð fyrir of feit börn, sem hafði sömu uppbyggingu og fjölskyldumiðuð atferlismeðferð (family-based behavioural treatment: FBBT), við klínískar aðstæður.
    Tilgáta rannsakenda var að einfaldað og stytt úrræði gæti dregið úr brottfalli og verið vænlegur kostur fyrir klínískar aðstæður að því gefnu að árangur væri sambærilegur við þann árangur sem náðst hefur á jafn löngum tíma í fyrri rannsóknum. Þar sem erlendar rannsóknir hafa sýnt að matarhegðun barna með offitu er frábrugðin matarhegðun barna í almennu þýði þá var annað markmið með rannsókninni að skoða hvort að svipaðar niðurstöður kæmu í ljós hérlendis.
    Þátttakendur voru 19 börn, á aldrinum 8-12 ára, og annað foreldri þeirra sem tóku þátt í göngudeildarmeðferð við Barnaspítala Hringsins. Átján fjölskyldur luku meðferð og bauðst 9 og 14 vikna eftirfylgd. Hæð og þyngd barna og foreldra var mæld við upphaf meðferðar, lok og við 9 og 14 vikna eftirfylgd. Við upphaf meðferðar voru gildi í blóði mæld hjá börnum og sálfræðileg mælitæki lögð fyrir: foreldramatslisti sem metur matarhegðun barna (CEBQ), sjálfsmatslisti sem metur þunglyndiseinkenni barna (CDI), sjálfsmatslisti sem metur kvíðaeinkenni barna (MASC), foreldramatslisti um styrk og vanda barna (SDQ), kennaramatslistinn Mat á skólafærni og sjálfsmatslistar fyrir foreldra sem meta einkenni þunglyndis (BDI-II) og kvíða og þunglyndis (DASS). Við lok meðferðar og við 9 vikna eftirfylgd voru CDI, MASC og BDI-II lagðir fyrir aftur.
    Niðurstöður voru þær að staðlaður líkamsþyngdarstuðull (LÞS-SFS) barna lækkaði marktækt frá upphafi til loka meðferðar (meðaltalsmunur= –0,24 staðalfráviksstig, sf=0,13, t(17) = 7,71, p < 0,001) og árangri var viðhaldið við 9 og 14 vikna eftirfylgd. Við meðferð dró úr kvíðaeinkennum barna (t(13) = 5,186, p < 0,001) en engin breyting varð á einkennum þunglyndis, hvorki meðal barna né foreldra. Á CEBQ skora börn í meðferðarhópnum að jafnaði lægra á matvendni, tilfinningalegu lystarleysi, seinlæti í að borða, löngun til að drekka og svörun við mettun. Börn í meðferðarhópnum skora hinsvegar að jafnaði hærra á svörun við mat. Enginn munur er á hópunum á þáttunum ánægja við að borða og tilfinningalegt ofát. Líkamsþyngdarstuðull (LÞS) foreldra lækkaði marktækt frá upphafi til loka meðferðar (meðaltalsmunur= –0,71, sf=0,43, t(17) = 7,07, p < 0,001) og árangri var viðhaldið við 9 og 14 vikna eftirfylgd.
    Samkvæmt niðurstöðum bar stutt, einfölduð meðferð fyrir of feit börn sem hafði sömu uppbyggingu og FBBT, árangur í klínísku úrtaki íslenskra barna. Meðferðin hafði áhrif á LÞS-SFS barna, LÞS foreldra og kvíðaeinkenni barna. Matarhegðun barna í meðferðarhóp reyndist ólík matarhegðun barna í almennu þýði. Brottfall úr meðferð var lítið.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    The objective of this study was to assess the effects of a short, simplified treatment for childhood obesity based on Epstein’s family-based behavioural treatment (FBBT) in a clinical sample in Iceland. We hypothesize that drop-out rate will be lower in a shorter and less intensive treatment. Research have found eating behaviour of obese children somewhat different from children in general. Our aim is to explore whether eating behaviour in the clinical sample is different from Icelandic children in general.
    Participants were 19 obese children, aged 8-12 years, and a participating parent with each child. Eighteen families completed treatment and were invited to a follow-up assessment 9 and 14 weeks later. Children’s and parent’s height and weight was measured at baseline, end of treatment and at 9 and 14 weeks follow-up. Measurements at baseline included bloodprofiles, reports of children’s eating behaviour (Children’s Eating Behaviour Questionnaire: CEBQ), psychological well-being (Stengths and Difficulties Questionnaire: SDQ, Multidimensional Anxiety Scale for Children: MASC, Children’s Depression Inventory: CDI, Beck Depression Inventory II: BDI-II, Depression Anxiety Stress Scales: DASS) and academic competence. Measurements at the end of treatment and at 9 weeks follow-up included CDI, MASC and BDI-II.
    Among treatment completers body-mass-index standard-deviation-scores (BMI-SDS) decreased significantly during treatment (mean difference= –0.24, sd=0.13, t(17) = 7.71, p < 0.001) which was maintained at 9 and 14 weeks post treatment. Significant improvements were observed for measures of children’s anxiety (t(13) = 5.186, p < 0.001) but no change was observed in children’s or parental depression. Compared to Icelandic children in general the children in the clinical sample scored lower on the CEBQ’s subscales Food fussiness, Emotional under-eating, Slowness in eating, Desire to drink and Satiety responsiveness. They scored higher on the CEBQ’s subscale Food responsiveness. No between-group difference was found on the subscales Emotional over-eating and Enjoyment of food. A significant reduction was observed in parental BMI scores during treatment (mean difference= –0.71, sd=0.43, t(17) = 7.07, p < 0.001) which was maintained at 9 and 14 weeks post treatment.
    A shorter and less intensive treatment for childhood obesity based on Epstein’s FBBT showed promising effects in a clinical sample of Icelandic obese children. Children’s BMI-SDS, parental BMI and children’s anxiety reduced significantly, eating behaviour in the children’s sample differed from Icelandic children’s in general and drop-out rate was low. 

Samþykkt: 
  • 7.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
CandPsychVerkefni-Huld.pdf394.87 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Titilsíða.pdf31.73 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna