is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12078

Titill: 
  • Tilraun til að skapa nýtt hljóðfæri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Seinustu 4 mánuði hef ég unnið að hugmyndavinnu, hönnun og smíði að nýju hljóðfæri. Hljóðfærið er 26 strengja rafstrokin harpa, með snertitökkum, en er að auki sjálfspilandi með hjálp tölvu. Við upphaf verkefnisins var lagt upp með að hanna og þróa nýja tegund hljóðfæris sem ætti erindi inn í heim raftónlistarinnar, en byggi eigi að síður yfir akústískum eiginleikum hefðbundinna eldri hljóðfæra. Raftónlist án hátalara hefur ekki náð fótfestu í heimi hljóðgervla og tölvuforrita, en með hjálp Arduino kubbsins hefur samtalið milli hinna stafrænu og hliðrænu heima eflst til muna.
    Með þessu verkefni er hefðbundnu samspili snertingar, viðbragðs og tóns á strengjahljóðfæri umturnað. Strengirnir, sem eru innan í hljóðfærinu, eru knúnir áfram — eða „stroknir“ — með snertitökkum úr kopar á viðaryfirborði. Hljóðið kemur innan úr hljóðfærinu, en þrátt fyrir að vera rafknúið er hljóðið einungis byggt á eigindum strengjanna sem slíkra. Náttúruleg endurómun 26 opinna strengja skapar því þann tónblæ sem er einkennandi fyrir hljóðfærið. Verkefninu eru gerð skýr skil í ritgerðinni, en að auki er það sett í samhengi við framþróun og sögulegar forsendur tónlistarheimsins sem og borið saman við sambærilegar tilraunir í nútímanum.

Samþykkt: 
  • 8.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf515.08 kBLokaðurHeildartextiPDF