is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12098

Titill: 
  • Ísland og Falun Gong : lagalegt mat á aðgerðum stjórnvalda gegn komu iðkenda Falun Gong til Íslands árið 2002
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Dagana 13. – 16. júní árið 2002 kom forseti Kína í sína fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Iðkendur Falun Gong hafa lagt það í vana sinn að fylgja háttsettum kínverskum mönnum um allan heim til að mótmæla og vekja athygli á mannréttindabrotum á vegum kínverskra stjórnvalda. Íslensk stjórnvöld ákváðu því í kjölfarið að setja landgöngubann á meinta iðkendur Falun Gong, þar sem þeir töldu þá geta ógnað þjóðaröryggi og alsherjarreglu, og tóku til ýmissa aðgerða til að framfylgja því. Eftir frekari athugun komust stjórnvöld þó að því að engin raunveruleg ástæða væri til þess að meina þeim að koma inn í landið og var banninu aflétt með ýmsum skilyrðum.
    Iðkendum Falun Gong þótti þessi framkoma og móttaka stjórnvalda brjóta í bága við fjölmörg réttindi þeirra og lögðu fram kvartanir til stjórnvalda, Persónuverndar og umboðs-manns Alþingis, sem þó ekki bar þann árangur sem óskað var.
    Í þessari ritgerð eru niðurstöður Persónuverndar og umboðsmanns Alþingis reifaðar á gagnrýninn hátt og farið yfir þau mannréttindaákvæði sem telja má að stjórnvöld hafi brotið á með þessum ákvörðunum og aðgerðum sínum. En þrátt fyrir að mannréttindi séu ávall efst á listanum í lýðræðislegum ríkjum, þá er heimilt að takmarka þau að vissum skilyrðum uppfylltum sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fram í dómum sínum.
    Helstu niðurstöður eru að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi talið sig vera að vernda m.a. þjóðaröryggi þá hefði verið hægt að grípa til vægari aðgerða, án þess að brjóta á mannréttindum. Hægt væri að álíta að Íslensk stjórnvöld hafi með þessum hætti, að vissu leyti, verið að taka undir þær aðferðir sem kínversk stjórnvöld notast við til að banna Falun Gong og ætti ekkert ríki að gera slíkt, vegna fjölmargra mannréttindabrota. Farið er yfir það hvernig hægt væri að bregðast við ef álíka aðstæður koma upp á ný og hvað stjórnvöldum ber að gera nú, til að viðurkenna og ábyrjast þessar aðgerðir sínar.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 8. febrúar 2020
Samþykkt: 
  • 11.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12098


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aníta Einarsdóttir BA ritgerð.pdf444.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna