is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12106

Titill: 
  • Upplifun og viðhorf gesta til útivistar í Vatnajökulsþjóðgarði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókn þeirri sem hér er kynnt er greint frá viðhorfi ferðamanna til útivistar á fimm mismunandi svæðum í Vatnajökulsþjóðgarði. Könnunin var gerð á tveimur láglendis-svæðum, í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum, og á þremur hálendissvæðum, í Kverkfjöllum, Nýjadal og Lónsöræfum. Viðhorfskvarðinn (e. Purist scale) var notaður til að greina hvaða ferðamannagerðir eru á hverju svæði. Auk þess var REP-kvarðinn (e. Recreation Experience Preference scale (REP)) notaður til að greina hvað ferðamenn vilja fá út úr þeirri útivist sem þeir stunda á þessum svæðum.
    Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka, með notkun viðhorfskvarðans og REP-kvarðans, hvaða ferðamannagerðir heimsækja hvert svæði, hvers konar afþreyingu eða útivist þeir vilja stunda og hvaða upplifanir þeir eru að sækjast eftir. Það er mikilvægt fyrir stjórnendur þjóðgarða að þekkja allar hliðar ferðamennskunnar, sérstaklega þar sem þjóðgarðar þurfa að gegna þeim ólíku markmiðum að vernda náttúruna um leið og ferðamönnum er gert kleift að njóta hennar.
    Spurningalistum var dreift á rannsóknarsvæðunum sumarið 2011 og voru heimtur 1135 listar. Þátttakendur gátu valið um að svara spurningalistanum á íslensku, ensku, þýsku og frönsku. Að lokinni gagnasöfnun voru gögnin greind og flokkuð með aðstoð tölfræði-forritsins SPSS. Við greiningu gagnanna var notuð lýsandi tölfræði, þáttagreining og áreiðanleikagreining.
    Viðhorfskvarðinn var fyrst notaður í íslenskum rannsóknum fyrir um áratug og eru vísbendingar um að ferðamannagerðir á íslenskum náttúrusvæðum séu að breytast. REP-kvarðinn hefur ekki verið notaður áður á Íslandi en hann gefur áhugaverðar upplýsingar um hvað ferðamenn vilja fá út úr útivistinni sem þeir stunda. Niðurstöður viðhorfskvarðans gefa til kynna að þeir ferðamenn sem heimsækja Vatnajökulsþjóðgarð séu langflestir náttúrusinnar. Niðurstöður REP-kvarðans gefa til kynna að ferðamennirnir séu fyrst og fremst að leita eftir því að fá stórbrotna náttúrupplifun út úr útivistinni sem þeir stunda. Ferðamennirnir fara helst í göngur, sem þó eru misjafnlega langar eftir aðstæðum á hverju svæði.

Samþykkt: 
  • 11.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gyda_Thorhallsdottir_MS_verkefni_Skemman.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna