is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12116

Titill: 
  • Viðhorf kennara í grunnskólum Akureyrar til hlutverka, hæfni og einkenna góðs skólastjóra til forystu í lærdómssamfélagi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um einkenni og hæfni góðs skólastjóra grunnskóla til þess að veita forystu í lærdómssamfélagi. Markmið rannsóknarinnar var að leita eftir viðhorfum kennara til mikilvægra einkenna skólastjóra og hæfni þeirra í hlutverkum sínum. Tilgangur verkefnisins var að fá sjónarhorn sem gæti nýst fræðsluyfirvöldum, skólastjórum og öðrum til ígrundunar á hlutverki skólastjóra sem forystumanns í lærdómssamfélagi og leggja með niðurstöðunum til efni sem gæti mögulega nýst til skólaþróunar. Rannsóknin var megindleg þar sem lagður var spurningalisti fyrir kennara í sjö grunnskólum á Akureyri. Kennarar voru beðnir að forgangsraða einkennum og hæfni innan ólíkra hlutverka skólastjóra út frá líkani byggt á rannsóknum á störfum skólastjóra í Ástralíu. Líta má á líkanið sem eins konar regnhlíf yfir störf skólastjóra sem sinna fjölbreyttum störfum sem krefjast ákveðinnar hæfni og tilheyra verkefnum skólastjóra almennt um allan heim. Ritgerðin fjallar einnig um hvernig skólastjóri sem sinnir mörgum verkefnum getur þróað forystu sem afl sem getur orðið hluti af öllum þáttum skólastarfs þar sem forystunni er dreift og hún virkjuð meðal starfsfólks til þess að gera góðan skóla betri. Ritgerðin fjallar um forystu skólastjóra í dag og hvernig hún þarf að vera svo mögulegt sé að búa til jákvætt uppbyggjandi skólasamfélag sem sífellt er í þróun og ber einkenni lærdómssamfélags. Helstu niðurstöður eru þær að kennararnir telja skólastjóra þurfa að tileinka sér samvinnuhæfni, hafa frumkvæði að breytingastarfi, vera umhyggjusama, hafa góða stjórnunarþekkingu og vera færa um að veita kennslufræðileg ráð. Þeir þurfa að hugsa um hag barna og annarra í skólasamfélaginu og forgangsraða tíma sínum til faglegrar forystu til þess að vera góðir skólastjórar og veita forystu í lærdómssamfélagi.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 9.6.2012.
Samþykkt: 
  • 12.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12116


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_A4.pdf1.2 MBOpinnPDFSkoða/Opna