is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12133

Titill: 
  • Samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum, viðhorfskönnum á meðal íbúa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að greina afstöðu íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum til vegasamgangna á svæðinu. Einnig er leitast til að kanna áhrif samgangna á ferðavenjur, öryggi og búsetu. Í ritgerðinni er fjallað um helstu kenningar og niðurstöður fyrri rannsókna innlendra og erlendra um samgöngur og byggðaþróun. Íbúum hefur fækkað töluvert á Vestfjörðum og ekkert bendir til annars en að sú þróun haldi áfram. Vestfirðingar búa við lakari samgöngur en íbúar í öðrum landshlutum og telja að sér standi ógn af ástandi vega, ófærð og ofanflóðahættu. Rannsóknin var gerð með hentugleikaúrtaki og lagður var fyrir spurningalisti. Alls var 196 íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum boðin þátttaka og 168 tóku þátt eða um fimmtungur íbúa svæðisins sem náð hefur 18 ára aldri. Þessi rannsókn sýnir að u.þ.b. 80% íbúa sunnanverðra Vestfjarða stendur ógn af ástandi vega á svæðinu. Það kemur fram að íbúarnir sækja frekar þjónustu til höfuðborgarinnar en til Ísafjarðar og norðurhluta Vestfjarða. Ekki er ólíklegt að ein aðalástæða þess sé ótryggar samgöngur og margföldun vegalengdarinnar yfir vetrarmánuðina þegar heiðarvegir sem tengja svæðin lokast og aka þarf um Ísafjarðardjúp.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to examine the residents of the Westfjords perspective of the public roads and communications in their region. As well as the impact of the condition of the public roads on travel pattern, savety and population development. This paper reviews earlier Icelandic studies relevant to this matter and theories regarding transportations and population development. There has been a large and steady decrease in population in the Westfjords and it has been predicted that it will continue to decrease in the years to come. The public roads are worse than in other parts of the country. Studies have shown that inhabitants of the Westfjords perceive that their savety is threatened by the general condition of the public roads in their region as well as by the risk of avalanches, landslides and rapidly changing weather and road conditions. This study uses accidental sampling where people were asked to answer a questionnaire. A total of 196 inhabitants of the southern part of the Westfjords were approached and 168 took part which is about one in five of the population over 18 years of age. This study shows that about 80% of the population of the southern part of the Westfjords feel threatened by the condition of the public roads in their region. It also concludes that the people of the region rather travel to Reykjavik than to Isafjordur or the northern part of the Westfjords to seek services and entertainment. It is likely that the condition of the roads that conjoin the southern and northern part of the Westfjords plays a big part in this trend. These roads are mostly impassable during the winter months because of heavy snow. Because of that, people have to drive a much longer distance through the Isafjardardjup.

Samþykkt: 
  • 13.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. ritgerð, samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum, skemman 3.pdf2.08 MBOpinnPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ekki er heimilt að prenta eða afrita verkefnið.