is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1213

Titill: 
  • „Vísindasetur eru leikvöllur hugans" : hlutverk snertisýninga í námi og kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið tengist nýtingu vísindasetra í námi og kennslu og er hugsað sem upplýsingamappa fyrir grunnskóla og er hún í þremur sjálfstæðum hlutum. Fyrst er sjónum beint að vísindasetrum eins og þau tíðkast erlendis og hvaða hlutverki þau gegna í námi og kennslu. Sagt er frá nokkrum rannsóknum á þýðingu og tilgangi vísindasetra þar sem fram kemur að í langflestum tilfellum skiptir miklu máli að sýningarnar séu gagnvirkar eða snertisýningar. Þar gefst gestum kostur á að uppgötva sjálfir og vera virkir þátttakendur í sýningunni. Með því að snerta fá gestir að ráða sjálfir framvindu heimsóknarinnar og verða þannig fyrir auknum áhrifum frá sýningunni.
    Síðan er bent á hvernig hægt er að nota söfn, setur og skipulagða garða sem er að finna víða um land í náttúrufræðikennslu og jafnframt tengja þau við markmið í Aðalnámskrá grunnskóla.
    Safnalistinn sem fylgir inniheldur upplýsingar um söfn, setur og skipulagða garða á svæðinu frá Árneshreppi á Ströndum til og með Eyjafirði.
    Að lokum koma fjögur kennsluverkefni ásamt lausnum sem tengjast Selasetri Íslands á Hvammstanga og Byggðasafninu Hvoli á Dalvík. Einnig eru nokkrar hugmyndir að verkefnum sem hægt er að nota sem kveikjur áður en farið er í heimsókn á söfnin/setrin eða til að hnykkja á því sem fyrir augu bar og nemendur upplifðu.

Samþykkt: 
  • 3.10.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Microsoft Word - lokaverkefni_jonagudrun_valgerdur.pdf624.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna