is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12143

Titill: 
  • Hvernig er list og menningarstefnumótun nýtt til uppbyggingar : hvað getur listin gert fyrir samfélagið og hvernig er verið að nýta menningarstefnumótun á Íslandi til uppbyggingar í samanburði við hinn vestræna heim?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í list er fólgin ákveðinn kraftur sem má nýta við hverskonar uppbyggingu. Til þess að fá innsýn í þann heim er hér skoðað hvernig yfirvöld nýta listir sem lið í heildaruppbyggingu í gegnum mótun menningarstefnu annarsvegar og hinsvegar skoðað hvernig listamenn hafa nýtt list sem uppbyggingarafl. Ennfremur er hugmyndum og kenningum frá Abreu, Currid, Florida, Landry, Pink og mörgum öðrum safnað saman og leitast við að skilja í hverju hin fræðilega umræða um gildi lista, menningar, menningarstefnumótunar hefur falist undanfarin ár.
    Myndbirting nýtingar lista sem uppbyggingarafls er margvísleg. Niðurstaðan hér er, að í nýtingu lista og menningarstefnu til uppbyggingar séu fleiri jákvæðir möguleikar en hættur. Listir séu tjáningarform en um leið tæki til að skapa áhrif, margvísleg áhrif, jákvæð og neikvæð, þó hér sé fókusinn þau jákvæðu. Listir geti nýst í margvíslegum tilgangi og í þeim sé fólgin mikilvæg næring sem er ekki auðvelt að reikna út, gera áþreifanlega og mælanlega. Hér er rétt snert á í hverju listræn leið til að nálgast verkefni er fólgin og hvers vegna hún er jafn mikilvæg og aðrar leiðir.
    Það er niðurstaða höfundar að skilgreining á hvað felist í mótun menningarstefnu hafi verið óljós hér á landi. Ef skilgreining á henni sem tæki er of grunn, getur það valdið því að margt í umræð-unni um hana verði byggt á vanþekkingu og misskilningi. Mótun stefnu er eins og listin tæki til margvíslegrar uppbyggingar.

Samþykkt: 
  • 13.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
List og menningarstefna nýtt sem afl til uppbyggingar - jan 2012_ný útgáfa.pdf2.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna