is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12160

Titill: 
  • Þjóðlegar táknmyndir í góðæri og kreppu : auglýsingar í Fréttablaðinu 2003-2011
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni til B.A. prófs er tvíþætt. Annars vegar er fjallað um sögu og þróun þjóðernishyggju ásamt því að helstu kenningar hennar eru skoðaðar. Einnig er sýnt fram á mikilvægi þjóðartákna í auglýsingum og áhrifin sem þau hafa á þjóðir í tengslum við þjóðernishyggju, en rannsóknir benda til þess að þjóðartákn í auglýsingum hafi áhrif á samheldni þjóða. Hins vegar er fjallað um táknmyndir stefnunnar og birtingar þeirra í auglýsingum. Lagt var upp með spurningarnar: Hversu algengar eru táknmyndir þjóðernishyggju í auglýsingum? Hvort ber meira á auglýsingum með íslenskum táknmyndum í anda þjóðernishyggju á góðæris- eða krepputímum? Til að leita svara við spurningunum var Fréttablaðið í maí, júní, september og október árin 2003, 2007 og 2011 skoðað. Allar auglýsingar sem innihéldu þjóðernistákn á þessu tímabili voru skráðar niður, taldar og flokkaðar eftir eðli táknanna.
    Rannsóknin leiddi í ljós að talsvert var um auglýsingar með þjóðernistáknum en alls fundust 198 slíkar auglýsingar sem birtust 374 sinnum í þeim mánuðum sem skoðaðir voru. Flestar auglýsingar með þjóðernistáknum fundust á árinu 2011 en einnig voru flestar birtingar þeirra að finna á því ári. Minnst var um auglýsingar með þjóðernistáknum árið 2003. Auglýsingar fyrir Evrópsku söngvakeppnina og 17. júní urðu til þess að skekkja niðurstöðurnar talsvert. Þegar þær voru teknar út mátti sjá að fjöldi þessara auglýsinga og birting þeirra dreifðist mun jafnar yfir mánuðina á hverju ári. Lokaniðurstaðan er sú að auglýsingum með þjóðernistáknum fjölgaði í góðærinu og hélt áfram að fjölga í kreppunni, en þó ekki jafn hratt og áður. Erfitt er að dæma um hvort að efnahagsástand þar sem hvorki góðæri eða kreppa ríkir, leiði til færri auglýsinga með þjóðlegum táknum nema með frekari rannsóknum.

  • Útdráttur er á ensku

    This B.A. thesis is divided into two parts. On one hand it deals with the history and development of nationalism as well as its primary theories. Furthermore the importance of symbols of nationalism in advertisements and the influence it has on people will be looked at. Other studies indicate that symbols of nationalism in advertisements affect the unity of nations. On the other hand, symbols of nationalism, and how they appear in advertisements, will be discussed. Two questions will be answered; How common are symbols of nationalism in advertisements? Are advertisements with Icelandic symbols of nationalism more visible during period of economic growth or during depression? An Icelandic free daily, Fréttablaðið, in May, June, September and October in the years of 2003, 2007 and 2011 was examined in order to find answers to these questions. Every advertisement with any symbol of nationalism was recorded, counted and categorised depending on the nature of the symbols in it.
    It became clear that nationalistic advertisements are fairly common, as the total of 198 ads was found and they appeared 374 times. Most of them were found in 2011 but that year the ads found appeared most often as well. Fewest advertisements were found in 2003 as well as the fewest appearances. Advertisements regarding Eurovision song contest and the Icelandic Independence Day influenced the result. When these ads were taken out the distribution was more even from one month to another. This exploration reveals that nationalistic advertisements have been increasing in numbers from 2003 until 2011, even if the growth speed slowed down in 2011 during a severe economic depression. This outcome does not necessarily apply to other similar situations.

Samþykkt: 
  • 18.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12160


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjóðlegar táknmyndir í góðæri og kreppu.pdf1.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna