is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12178

Titill: 
  • Hvernig er félagasamtökum stjórnað?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn er að sýna hvernig félagasamtökum er stjórnað. Kynnt verður hvernig félagasamtök verða til og gerður samanburður á einka- og opinbera geiranum og síðan þriðja geiranum sem almenn félög og félagasamtök flokkast undir. Til að fá raunverulega innsýn í það hverjir taka ákvarðanir og hvar ábyrgð á ákvarðanatöku liggur, hvernig daglegum rekstri er stjórnað, voru tvö öflug félagasamtök hér á landi sérstaklega valin til skoðunar. Fyrir valinu urðu Krabbameinsfélag Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg. Leitað var til framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins og forstjóra Krabbameinsfélagsins sem samþykktu að veita viðtal. Spurningar viðtala vörðuðu stjórnskipulag, stefnumótun, markmið og árangur að settum markmiðum. Einnig var spurt um samskipti félaganna við stjórnvöld og hver munurinn væri á því að reka félagasamtök eða opinbera stofnun.
    Rannsóknin leiddi í ljós að á aðalfundum/landsþingum samtakanna, þar sem fulltrúar allra aðildarfélaganna hafa sína fulltrúa og hafa atkvæðisrétt, fara fram veigamestu ákvarðanir félaganna. Á aðalfundunum/landsþingunum eru fjárhagsáætlanir samþykktar, kosin er stjórn og aðrar mikilvægar ákvarðanir teknar. Stjórnir félaganna hafa aðeins umboð til að fylgja eftir ákvörðunum aðalfunda/landsþinga.
    Samtökin sem voru til skoðunar í þessari rannsókn, höfðu bæði farið á síðast liðnum árum í stefnumiðaða áætlanagerð og hafa unnið að því að ná markmiðum sínum. Sú vinna hefur í aðalatriðum gengið vel þótt þurft hafi að gera breytingar á upphaflegum áætlunum til þess að ná markmiðum. Bæði samtökin töldu að með því að starfa sem almenn félagasamtök í stað þess að vera opinber stofnum að allar ákvarðanir tækju minni tíma og þau hefðu meira frelsi til athafna.
    Farið er yfir helstu einkenni almennra félaga og félagasamtaka sem flokkast undir óarðsækna starfssemi sem telst til þriðja geirans og aðskilur þau frá opinbera- og einkageirunum. Starfsemi þriðja geirans hefur lítið verið skoðuð hér á landi en víða hefur orðið mikil vakning um geirann þar sem hann hefur vaxið og er orðinn umfangsmikill og alltaf að verða stærri hluti af hagkerfum. Þriðji geirinn gegnir margvíslegum hlutverkum, og um leið ólíkum hlutverkum, eftir starfsemi og markmiðum félaganna. Almenn félagastarfsemi byggist í upphafi á frjálsri félagsaðild og ákvarðanataka því á almennri þátttöku félagsmanna. Markmið félaganna er að láta gott af sér leiða með t.d. með sjálfboðaliðsstörfum við velferðar- og mannúðarmál. Eftir því sem þau verða stærri verður starfsemi þeirra umfangsmeiri og flóknari.
    Rekstur félagasamtaka byggist oft upp á frjálsum framlögum, sjálfboðaliðstörfum ásamt styrkjum og þjónustusamningum við stjórnvöld. Eftir því sem starfsemi félagasamtaka verður umfangsmeiri því meiri kröfur eru gerðar til reksturs þeirra og reksturinn verður oft á tíðum sérhæfður. Innan starfseminnar eru launaðir starfsmenn og margir þeirra sérfræðingar í sínu starfi. Það er því ekki síður nauðsynlegt að halda rekstararkostnaði lágum til að geta skilað sem mestu til samfélagsins með starfsemi sinni. Það er ekki síður þörf fyrir að faglega sé staðið að rekstri félaga innan þriðja geirans þar sem metnaður stendur til að skila sem mestu til samfélagsins með starfseminni.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research is to shed a light on the management of volunteer organizations. I will show the inception of these organizations and compare the private sector with government operations and finally compare those with the third sector encompassing private and volunteer organizations. For the purpose of obtaining actual image of who is making decisions and where responsibility for decision making lies and for day-to-day management I am looking at two major organizations, namely Krabbameinsfélag Íslands (Icelandic Cancer Society) and Slysavarnarfélagið Landsbjörg (National Rescue and Accident Prevention Organization). I interviewed the CEOs of both organizations primarily asking about management set-up, strategic planning, objectives and attainment of set goals. Also, I did enquire about their interaction with the government and the difference in managing volunteer organizations compared with government organizations.
    The research indicates that all major decision making takes place in annual general meetings where voting representatives of all the member clubs are present. Agenda for the meetings encompasses passing of budgets, voting a new or renewed management board, and other major decisions. The board is only authorized to put into effect the decisions of the annual meetings.
    The two organizations that I looked at had both prepared goal oriented planning during the last few years and have worked towards their defined objectives. In principle, they have been successful, however adjusting their original tactical plans. Both organizations were of the opinion, that operating as free volunteer organizations had considerable benefits over government organizations as all decisionmaking was easier providing more freedom for implem

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.6.2014.
Samþykkt: 
  • 18.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Lokaritgerð Margrét Guðmundsdóttir.pdf899.15 kBOpinnPDFSkoða/Opna