is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12179

Titill: 
  • Hámarksnýting og framtíðarmöguleikar Hitaveitu Seltjarnarness
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á síðastliðinni öld hefur jarðhiti verið ein af mikilvægustu auðlindum Íslendinga. Jarðhiti hefur verið nýttur til baða, þvotta og húshitunar og hefur auðveldað líf Íslendinga í gegnum aldirnar og verið stór partur í velgengni okkar sem lítil þjóð. Jarðskjálftar, eldgos og öskufall hafa haft mikil áhrif á lifnaðarhætti Íslendinga og valdið þónokkrum erfiðleikum og rýrt lífsgæði okkar. Nokkuð ljóst er að forvitni, reynsla, tækni og þekking hafa gert okkur Íslendingum kleyft að nýta jarðhitann til margskonar ávinnings m.a. tilhúshitunar, raforkuframleiðslu og fiskþurrkunar.
    Á Seltjarnarnesi er jarðhitasvæði og það flokkast undir sjóðandi lághitasvæði þar sem hiti í jarðhitageymnum er 120-150°C. Möguleikar á nýtingu jarðhitans eru töluverðir og mun fjölbreyttari en núverandi nýting á svæðinu, þ.e. vinnsla á heitu vatni til hitaveitu. Meðal þess sem til greina kemur auk vinnslu á heitu vatni er raforkuframleiðsla og heilsutengd ferðaþjónusta.
    Með nýtingu jarðhitans til raforkuframleiðslu er þörf á sem hæstu mögulegu hitastigi svo nýting verði sem ákjósanlegust. Núverandi vinnsluholur gefa af sér vatn sem er um 120°C og með því væri hægt að framleiða um 0,5-1 MW af rafmagni með ORC tvívökvatækni eða Kalina tækni. Líklega væri þörf á að auka dælingu ef fara ætti í meiri raforkuframleiðslu og gæti það haft neikvæð áhrif á vinnslu jarðhitasvæðisins.
    Heilsutengd ferðaþjónusta er sívaxandi afþreyfing í heiminum og hefur verið að vaxa hægt og rólega hér á landi. Mikið af erlendum ferðamönnum sækja í slíka þjónustu ár hvert hér á landi þá hjá Bláa Lóninu. Möguleikar væru fyrir opnun slíks heilsuhælis á Seltjarnarnesi því efnasamsetning jarðhitavatnsins er svipuð og frægt heilsuhæli Baden Baden í Þýskalandi.
    Lykilorð: Jarðhiti, Seltjarnarnes, raforkuframleiðsla, heilsutengd ferðaþjónusta, fjölnýting, ferilprófanir.

Samþykkt: 
  • 18.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hámarksnýting og framtíðarmöguleikar Hitaveitu Seltjarnarness.pdf1.47 MBOpinnPDFSkoða/Opna