EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12184

Title
is

Sértæk skuldaaðlögun, greiðsluaðlögun og gjaldþrot : samanburður á úrræðum fyrir einstaklinga í fjárhagserfiðleikum

Submitted
April 2012
Abstract
is

Mikil þörf var á nýjum fjárhagslegum úrræðum eftir efnahaghrunið 2008. Við var búist að fjöldi einstaklinga færi í gjaldþrot þar sem fjöldi heimila í landinu átti mjög erfitt uppdráttar. Af þeim sökum voru sett lög um greiðsluaðlögun fyrir einstaklinga og bankarnir gerðu með sér samkomulag um sértæka skuldaaðlögun. Eins var gjaldþrotaleiðin styrkt með því að fyrningafrestur krafna var styttur í 2 ár. Meginatriði skulda- og greiðsluaðlögunar er að laga skuldir að greiðslugetu með samningi við kröfuhafa. Auk þess er gert ráð fyrir því að einstaklingar geti haldið húsnæði og bifreið ef greiðslugeta sé til staðar og um hóflegar eignir er að ræða. Í gjaldþroti á sér stað eignaupptaka sem varið er upp í skuldir, þannig að einstaklingur standi eftir eigna- og skuldlaus.
Rannsóknin fólst í því að bera úrræðin saman, meta kosti og galla og segja til um hvaða úrræði sé best til þess fallið að leysa fjárhagsvanda einstaklinga. Mikið var lagt upp úr að fá svör frá bönkunum hvort og hvernig þeir gera greinarmun á úrræðunum varðandi lánshæfi einstaklinga eftir úrræðin. Rannsóknaraðferðin var eigindleg og voru viðmælendur útvaldir.
Helstu niðurstöður eru þær að bankarnir gera þann greinarmun á úrræðunum að gjaldþrot sé síst heppilegast og að þeim hugnist fremur sá samningsvilji sem einstaklingar sýna í hinum úrræðunum. Þá telur höfundur að í þeim tilfellum sem skuldaaðlögun á við sé það besta úrræðið, en það sé hinsvegar afar takmarkandi. Mun fleiri eiga heima í greiðsluaðlögun og er það úrræði til þess fallið að leysa mun fleiri mál, en helsti gallinn er til hversu fárra opinberra krafna aðlögunin tekur til. En ekki má gleyma því að gjaldþrot er úrræði sem höfundur telur betra í einstökum tilvikum.

Comments
is

Verkefnið er lokað til 8.6.2022.

Accepted
18/06/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaritgerð - loka... .pdf789KBLocked until  08/06/2022 Complete Text PDF