EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12190

Title
is

Markaðssetning tónlistar- og ráðstefnuhúsa

Submitted
April 2012
Abstract
is

Tilgangur þessa verkefnis var að kanna möguleg áhrif af markaðssetningu nýrra tónlistar- og ráðstefnuhúsa á fjölda erlendra ráðstefnugesta á Íslandi og sköpun gjaldeyristekna í hagkerfinu.
Harpa og Hof veita þjónustu sem skilgreind er á sviði tónlistar-, leiklistar- og ráðstefnuhalds. Íslensku húsin veita meira blandaða þjónustu en erlendu húsin sökum smæðar markaðarins hér á landi.
Umfjöllun um markaðssetningu húsanna miðast við að markaðssetja þau erlendis til ráðstefnuhalds. SVÓT greining var unnin sem varpar skýru ljósi á tækifæri og styrkleika ásamt veikleikum og ógnunum. Niðurstaða höfundar er sú að veruleg sóknarfæri séu til staðar til markvissrar markaðssetningar á Íslandi sem ráðstefnulandi.
Á síðustu 20 árum hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um að meðaltali um 7% á ári. Gjaldeyristekjur af ferðamönnum sem koma til Íslands voru 73,5 milljarðar ISK árið 2011.
Tekjur af erlendum ráðstefnugestum eru mun hærri en af meðaltali erlendra ferðamanna. Hver ráðstefnugestur eyðir um 65.000 ISK á dag en meðaleyðsla erlendra ferðamanna var 35.000 ISK á árinu 2011. Erlendir ferðamenn sem rekja má beint til Hörpu og Hofs eru áætlaðir 4.600 á árinu 2011. Áætlaðar gjaldeyristekjur vegna þeirra voru 950 milljónir til 1,5 milljarður ISK í fyrra.
Verði tillögu höfundar fylgt og sett markmið um 20% árlegan vöxt erlendra ráðstefnugesta, má þrefalda fjölda þeirra frá árinu 2011 til 2017, þ.e. í samtals tæplega 14.000 manns. Gjaldeyristekjur af þessum fjölda geta orðið 2,8 til 4,4 milljarðar ISK í lok tímabilsins árið 2017. Til þess að ná þessu markmiði þarf að vinna með enn markvissari hætti að markaðssetningu Íslands sem ráðstefnulands.
Niðurstaða höfundar er sú að tækifæri séu til staðar til þess að auka fjölda erlendra ráðstefnugesta verulega. Styrkleikar Íslands sem ráðstefnulands eru fjölmargir. Geta er til staðar til þess að taka á móti verulegum fjölda gesta. Markviss nýting markaðssetningar getur hæglega aukið fjölda erlendra ráðstefnugesta umtalsvert og skapað verulegar umfram gjaldeyristekjur.
Lykilorð: Harpa, Hof, markaðssetning, gjaldeyristekjur og ráðstefnugestir.

Comments
is

Verkefnið er lokað til 26.4.2030.

Accepted
19/06/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
LOKASKJAL ELIN KRI... .pdf1.75MBLocked until  26/04/2030  PDF