is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12192

Titill: 
  • Áreiðanleika- og réttmætisprófun á Hryggþrýsti- og hreyfingarmæli við liðkun á hryggjarliðum í framstefnu
  • Titill er á ensku The reliability and validity testing of spinal pressure and motion estimator with mobiliziation of the vertebrae in anterior direction
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Þrýstingur á hryggjarlið í framstefnu (PA) er próf sem mikið er notað af sjúkraþjálfurum til að meta hreyfanleika hryggjaliða en það byggir á huglægu mati. Hryggþrýsti- og hreyfingamælir (HÞH) er nýtt tæki sem ætlað er að mæla stífni hryggjarliða. Tilgangur rannsóknarinnar var að prófa áreiðanleika við endurteknar mælingar sama mælanda og milli mælenda, sem og réttmæti tækisins.
    Aðferðir: Þátttakendur voru 30 nemendur (18 karlar, 12 konur) við Háskóla Íslands á aldrinum 20-30 ára (meðalaldur = 23 ár). Tveir óreyndir og einn reyndur sjúkraþjálfari framkvæmdu mælingar við PA-þrýsting á hryggjarliði L1, Th12, Th7 og Th6 þrisvar sinnum og þeir óreyndu aftur daginn eftir. Hljóðmerki gaf til kynna hvenær níu kg krafti væri náð. Við gagnaúrvinnslu var notuð tilfærsla við átta kg kraft. Við tölfræðiúrvinnslu (SPSS og SAS Enterprise) var notuð ANOVA-greining (5% marktektarmörk) og intraclass correlation coefficient (ICC 3,k).
    Niðurstöður: Áreiðanleiki við endurteknar mælingar sama mælanda dag eftir dag var á bilinu 0.82-0.96 (ICC) og milli mælenda (svipuð reynsla) 0.92-0.97. Enginn munur var á tilfærslu milli hryggjarliða Th6 og Th7 (p>0.05) en munur var á milli L1 og annarra liða (p<0.05) og Th12 og annarra liða (p<0.05). Munur var á tilfærslu á hryggjarlið L1 milli reynda sjúkraþjálfarans og annars óreynda (p<0.05). Einnig munur á tilfærslu á hryggjarlið Th12 milli reynda og beggja óreyndu sjúkraþjálfaranna (p<0.05). Enginn munur var á milli mælanda fyrir hryggjarliði Th7 og Th6 (p>0.05).
    Ályktun: Nauðsynlegt er að þróa HÞH mælinn áfram en ætla má að hann verði góð viðbót fyrir sjúkraþjálfun þar sem síaukin krafa er um mælanlegan árangur.

  • Útdráttur er á ensku

    Objective: Postero-anterior(PA) pressure on a vertebra is a test widely used by physiotherapists to subjectively assess vertebra’s mobility. Spinal pressure and motion monitor (HÞH) is a new device designed to measure spinal stiffness. The purpose was to test inter- and intrarater reliability, and construct validity of the instrument.
    Methods: Participants were 30 students (18 males, 12 females) at the University of Iceland, aged 20-30 years (mean = 23 years). Two inexperienced and one experienced physiotherapist performed measurements using PA pressure on vertebrae L1, Th12, Th6 and Th7 and the inexperienced again the next day. Sound feedback indicated when nine kg force was reached. For the purpose of this study the authors used the displacement that occurred at eight kg force. For statistical purposes (SPSS and SAS Enterprise) we used ANOVA analysis (5% significance level) and intraclass correlation coefficient (ICC3,k).
    Results: Intrarater reliability ranged from 0.82-0.96 (ICC) and interrater reliability (similar experience) from 0.92-0.97. There was no difference in displacement between vertebrae Th6 and Th7 (p> 0.05) but difference was observed between L1 and other vertebrae (p <0.05) and Th12 and other vertebrae (p <0.05). Difference was detected in displacement of L1 between experienced physiotherapist and one inexperienced (p <0.05) and Th12 between the experienced and both inexperienced physiotherapists (p <0.05). There was no difference between assessors for Th7 and Th6 (p> 0.05).
    Conclusion: Further development of the HÞH device is necessary but it is promising and worthy addition to the profession of physical therapy where increasing demand is on measurable outcome.

Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12192


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal 14.maí.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna