is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12202

Titill: 
  • Starfsmannasamtöl og frammistöðumat
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjallað er um starfsmannasamtöl og frammistöðumat. Rannsókn var gerð á upplifun og viðhorfi starfsmanna Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til starfsmannasamtala og frammistöðumats. Einnig var skoðað hvernig staðið er að ákveðnum þáttum í undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu sem geta haft áhrif á ánægju og upplifun stjórnenda og starfsmanna.
    Lagt var upp með að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
    1. Hvert er viðhorf starfsmanna og stjórnenda til starfsmannasamtala og frammistöðumats?
    2. Hver var upplifun starfsmanna og stjórnenda af síðustu starfsmannasamtölum?
    3. Telja starfsmenn og stjórnendur starfsmannasamtöl og frammistöðumat gagnleg?
    Helstu niðurstöður benda til þess að viðhorf margra stjórnenda og starfsmanna sé jákvætt gagnvart frammistöðumati og starfsmannasamtölum þó svo að margir starfsmenn hafi einnig verið ósammála. Upplifun af síðustu starfsmannasamtölum var ekki góð og margir starfsmenn voru ekki ánægðir með þau. Þrátt fyrir það telja margir starfsmenn og stjórnendur að frammistöðumat og starfsmannasamtöl séu gagnleg og nauðsynleg.
    Lykilorð: Mannauðsstjórnun, frammistöðustjórnun, frammistöðumat, frammistöðumatskerfi, starfsmannasamtöl.

Athugasemdir: 
  • Athugasemdir er á ensku Verkefni er lokað til 30.4.2041.
Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heild_lokaskil.pdf1.22 MBLokaður til...30.04.2041HeildPDF

Athugsemd: en Verkefnið er lokað