EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12203

Title
is

Framlegðarútreikningar : hver er framlegð rétta á matseðli Greifans?

Submitted
May 2012
Abstract
is

Verkefni þetta fjallar um hver framlegð er af réttum á matseðli Veitingahússins Greifans á Akureyri. Markmið verkefnisins er að finna út hver framlegð rétta er og bera saman framlegð á grillréttum annars vegar og hins vegar framlegð á pítsum.
Fjallað var á fræðilegan hátt um þá þætti sem rannsakandi taldi að skipti máli þegar framlegð er reiknuð. Einnig var fjallað fræðilega um það sem hefur áhrif á verðmætasköpun innan fyrirtækisins, verðnæmni neytenda, birgja, birgðir og verðlagningu.
Við framkvæmd útreikninganna þurfti að vigta öll hráefni sem réttirnir innihalda, í framhaldinu var kílóverð á þeim hráefnum reiknað út þannig að hægt væri að reikna hversu mikið réttirnir kosta í framleiðslu.
Þegar búið var að reikna kostnaðarverð hráefna voru laun reiknuð inn í dæmið og í framhaldi af því var hægt að finna út framlegð réttanna með tilliti til hráefnis og launa í eldhúsi.
Í verkefninu var gerð SVÓT greining á Greifanum og fyrirtækið var einnig metið með tilliti til söluráðanna fjögurra. Með því móti var hægt að meta stöðu þess betur með tilliti til verðmyndunar á matseðlinum og því hægt að færa rök fyrir þeirri verðlagningu sem hefur verið við lýði undanfarin ár, þrátt fyrir að kostnaður við gerð rétta og framlegð hafi ekki legið ljós fyrir.
Niðurstöður verkefnisins voru að framlegð rétta í grilldeildinni er hærri en framlegð rétta í pítsadeildinni. Þegar miðað er við sölutekjur ársins 2011 og framlegð rétta sem reiknuð var í verkefninu þá eru heildartekjur í grilldeild hærri en heildartekjur í pítsadeild á ársgrundvelli. Þegar heildartekjur voru skoðaðar með tilliti til 80/20 reglunnar kom í ljós að 20% rétta á matseðli Greifans sköpuðu einungis 57,38% heildartekna. Því á 80/20 reglan ekki við þegar litið er á tekjur af sölu aðalrétta í veitingasal Greifans. Fram kemur einnig hverjir framlegðarhæstu réttirnir eru, með tilliti til tekna. Rannsakandi gerir svo tillögur að úrbótum og þar kemur fram sú ályktun að ekki er fýsilegt að taka þá rétti af matseðli sem gefa minnsta framlegð.
Lykilorð: Framlegð, framleiðsla, veitingastaðir, 80/20 reglan, verð.

Comments
is

Verkefnið er lokað til 31.12.2132.

Accepted
19/06/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaverkefni - Fra... .pdf2.57MBLocked until  31/12/2132 Complete Text PDF