is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12215

Titill: 
  • Fjármálalæsi á Íslandi : núverandi staða, hvert skal stefna og hvernig?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknarskýrsla er lokaverkefni í viðskiptafræði við Markaðs- og stjórnunarbraut Háskólans á Akureyri. Hugmyndin að viðfangsefninu á rætur að rekja til einlægs áhuga skýrsluhöfundar á að bæta fjármálalæsi Íslendinga. Fjármálalæsi er mjög mikilvægur þáttur í daglegu lífi fólks og snertir líf allra, sérstaklega þegar komið er á unglings- og fullorðinsár.
    Fyrsti hluti þessa verkefnis snýst um fræðilega þætti sem tengjast fjármálalæsi og fyrri rannsóknum á því. Í öðrum hluta verkefnisins er sýnt hvernig fjármálalæsi fellur að hugtökum markaðsfræðinnar. Í síðasta hluta verkefnisins er rannsókninni gerð skil, niðurstöður túlkaðar og komið með tillögur til úrbóta.
    Rannsóknarspurningarnar eru:
     Hver er staða fjármálalæsis á Íslandi í dag?
     Hvernig verður best staðið að innleiðingu fjármálakennslu í grunnskólum á Íslandi með það í huga að bæta fjármálalæsi Íslendinga til lengri tíma litið?
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að fjármálalæsi á Íslandi er ekki nógu gott, hvorki meðal unglinga né þeirra sem eldri eru. Svo hægt sé að innleiða fjármálakennslu í grunnskólana þarf aðkomu margra hagsmunaaðila og þeir þurfa að vinna saman. Sem stendur vinna ýmsir aðilar að þessum málum en til að ná árangri þurfa þeir að vinna sem teymi. Að auki er skortur á góðu námsefni fyrir öll aldursstig og þjálfa þarf kennara í kennslu fjármálalæsis. Þá vantar áherslu og umfjöllun um málefnið í Aðalnámskrá grunnskóla. Meðal ráðamanna vantar jafnframt skýra og skorinorða stefnu sem tekið yrði eftir varðandi þessi málefni.
    Lykilorð:
    Fjármálalæsi, kennsla, námsefni, grunnskólar, nemendur

Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc Ritgerð Gunnþórunn Þorbergsdóttir_lokaútgáfa.pdf629.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna