is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12217

Titill: 
  • Í Bolungarvíkinni er björgulegt lífið ...?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er lokaverkefni í B.S. námi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Markmið verkefnisins er að vinna stefnumótun í atvinnumálum fyrir Bolungarvík og er um hagnýtt verkefni að ræða. Reynt er að varpa ljósi á hvernig Bolungarvík getur aukið vöxt og hagsæld sveitarfélagsins íbúunum til heilla. Stuðst var við ýmis greiningarverkfæri til þess að greina meðal annars styrkleika og tækifæri sem sveitarfélaginu standa opin. Rýnt var í ýmsar opinberar skýrslur og sögubækur sem tengjast svæðinu. Auk þess voru tekin viðtöl við sex einstaklinga, í þeim tilgangi að dýpka verkefnið, sem öll tengjast á einn eða annan hátt Bolungarvík og nágrenni. Niðurstöður eru þessar helstar: Stærsta auðlind Bolungarvíkur er staðsetning sveitarfélagsins, nálægð við fengsæl fiskimið og við Hornstrandafriðlandið og Jökulfirðina sem veitir Bolungarvík samkeppnishæfni á við aðra og jafnvel samkeppnisforskot. Ferðaþjónustan nýtur einnig góðs af legu Bolungarvíkur en sjóstangveiði er stunduð með erlenda ferðamenn í auknum mæli. Veikleikar Bolungarvíkur er einhæft atvinnulíf og fólksflótti. Helstu ógnanir eru mikil óvissa í sjávarútvegsmálum, vaxandi flutnings- og orkukostnaður. Helstu tækifæri Bolungarvíkur eru nálægðin við fiskimiðin, stórbrotin náttúra, nýsköpun í sjávarútvegi og tenging við ferðaþjónustuna.
    Lykilorð: Stefnumótun – Atvinnumál – Auðlindir – Bolungarvík – Vestfirðir

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.4.2020.
Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12217


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Í Bolungarvíkinni er björgulegt lífið... - Anna og Sigrún .pdf1.47 MBOpinnPDFSkoða/Opna