is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12225

Titill: 
  • Kynjamunur í leikjum barna : áhrif félagsmótunar á kynhlutverk og leiki.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir í kynjafræði hafa sýnt að leikir barna eru oft á tíðum kynbundnir, sem þýðir að stelpur kjósa frekar að leika við stelpur og strákar við aðra stráka. Kynbundinn munur á leikjum barna er sýnilegur um þriggja ára aldurinn. Rannsóknarspurningin í þessari ritgerð er þrískipt: 1. Er kynjamunur í leikjum barna? 2. Á hvaða hátt birtist hann í leikjum barna? 3. Hvaða áhrif hefur samfélagið og félagsmótun á sjálfsmynd barna varðandi kynhlutverk þeirra? Megin niðurstöður rannsóknarinnar voru að leikurinn er börnum meðfæddur og mikilvægur fyrir vitsmunaþroska þeirra og þegar börn eru að leika sér þá veitir leikurinn þeim gleði og kátínu sem er mikilvægt fyrir þau til að fá útrás fyrir athafnasemi og sköpunargáfu sína.
    Rannsóknir og fræðilegar greinar sýndu fram á mikinn kynbundinn mun á vali barna, tengt mismunandi tegundum leikja og vináttutengsl sem mynduðust milli barna einkenndust ennfremur af því að börnin völdu sér leikfélaga af sama kyni. Stúlkur og drengir velja sér oft mismunandi tegundir af leikjum þar sem leikir stúlkna hafa tilhneigingu til að vera skipulagðir hlutverkaleikir og þær velja fremur að leika með dúkkur, eldhúsáhöld. Drengir kjósa hins vegar oftar fremur ærslafulla leiki eins og fótbolta og byssuleiki. Börn leika sér oft í hlutverka- og þykjustuleikjum sem er þeim mjög mikilvægt til að þau læri að aðlagast samfélaginu sem þau búa í. Samfélagið og félagsmótunin hafa áhrif á þróun kynhlutverka strax við fæðingu, t.d. með því að aðgreina þau með litum og mismunandi tegundum leikfanga. Í leiknum læra þau reglur og viðmið sem eru ríkjandi í samfélaginu. Það er því ekki undarlegt að þróunin hefur orðið sú að börn kjósa fremur að leika sér við börn af gagnstæðu kyni. Það eru ekki börnin sjálf sem skapa þennan farveg heldur þjóðfélagið sem þau lifa í.

    Abstract
    Researches in gender studies shows that children´s play are often sex segregated. This difference is visible when they are about 3 three years old. The research question, in this thesis, is divided into three parts: 1. Are sex differences or sex segregation in children´s play? 2. In what way does it appear in children´s play? 3. What kind of effects do the society and socialization have on children´s identity concerning their role regarding gender? Key findings were that the play is inherent to children and essential for their natural intellectual development and when children play it gives them joy and frolic that is important for them to get an outlet for their activities and creativity.
    The researches and articles conclusion show large gender segregation characterized by different choice of children’s play, and furthermore, friendships that children form with each other also characterized that children choose their playmate of the same sex. Girls and boys often play different types of plays, the girls´ plays tend to be more organized role plays and they choose more often to play with dolls, and household tools. Boys choose more often to play more frolic-full plays like football or gun play. Children often engage in role plays and pretend plays that are very important for them to learn to adapt to the community that they live in. The community and the socialization starts this gender difference immediately after a child is born by separating them by colours and different types of toys. In children´s play they learn the rules and norms which are prevalent in the society. It is not strange, regarding this, that the development has been in that way that the sexes prefer to play with children of the same sex. It is not the children themselves which shaped this course, rather the society which they live in.

Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12225


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynjamunur í leikjum barna.pdf828.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna