is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12244

Titill: 
  • ,,Segðu mér og ég gleymi, sýndu mér og ég man": hvernig getur jákvæður agi gagnast sem uppeldisleið í leikskólum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Oft velta kennarar fyrir sér hvernig hægt sé að koma á og viðhalda góðum aga í leikskólum. Allir þurfa einhvern tímann að fást við aga í einhverri mynd. Skólinn og foreldrar eiga að vinna að því í sameiningu og fylgjast með hegðun barnanna. Því skiptir miklu máli að sömu uppeldisaðferðum sé beitt innan veggja skóla og heimila. Í Aðalnámkrá leikskóla kemur fram að starfshættir leikskóla skuli byggjast á þeim grunnhugtökum sem við höfum kynnt okkur í sambandi við aga of varða t.d. uppbyggingu, jákvæða styrkingu, lýðræði og umhyggju. Þessir þættir vega þungt í hlutverki foreldra, kennara og leikskóla til að barn öðlist sjálfstæði og eflist sem ábyrgur einstaklingur. Segja má að uppeldi til ábyrgðar sé kjarni málsins í þessu efni.
    Allir eru í eðli sínu góðir en oft þarf að leita tiltekinna leiða til að draga það góða fram. Skynsamlegra er nýta tímann til að styrkja æskilega hegðun en að einblína á afleiðingar óæskilegrar hegðunar. Leikskólar landsins fylgja tilteknum stefnum og straumum í agameðferð og ýmsum agakerfum er beitt til að ná tilteknum markmiðum í uppeldi barna. Að leita svara við því hvernig jákvæður agi getur gagnast sem uppeldisleið var skemmtilegt ferðalag. Það var fróðlegt að kynnast því hvernig hægt er að byggja börn upp og styrkja og hvernig hægt er að nýta sér agakerfi til að hjálpa börnum með hegðunarerfiðleika. Helstu niðurstöður verkefnisins eru þau að agakerfi ættu ekki að einblína á umbun og verðlaun en byggjast frekar á jákvæðri styrkingu og leiðbeiningum. Við teljum að ekki eigi að umbuna börnum fyrir sjálfsagða og eðlilega hegðun. Börnum með hegðunarerfiðleika getur komið að gagni að styrkja þau en hegna. Hlutverk foreldra og kennara er að segja barninu af hverju hegðun þess er óæskileg og leiðbeina því vænlegri á rétta braut.
    Ritgerð þessi opnar vonandi augu uppalenda varðandi ýmsar aðferðir sem beitt er við uppeldi barna á leikskólaaldri og þau agakerfi sem víðast hvar eru notuð. Mat höfunda er að þeir leikskólar, sem tileinka sér þessa hugmyndafræði og beita aðferðum og agakerfum sem byggjast á jákvæðum aga bera árangur og leiða til jákvæðrar styrkingar.

  • Útdráttur er á ensku

    Teachers often consider how good discipline can be established and maintained among children in preeschools. Everyone comes in contact with discipline in some forms at different times. The school and parents should cooperate in monitoring the behavior of children. Therefore the same disciplinairian methods should be used in schools as inside the home. The main curriculum for preeschools in Iceland states that preeschools should build their practice on the basic concepts that the authors of this studie have investigated in relation to disciplining of preeschool aged children. Those are for example; structure, positive reinforcement, democracy and devotion. These factors are important in the role of parents, teachers and preeschools to enable the child to gain independency as well as in strengthening the child for it to become a responsible human beeing. Child rearing with the goal of creating responsibility is the essence of matter in this context.
    Everyone is inherently good, but often some measurements are needed to bring out the good. One should rather devote time to strengthening desirable behavior rather then focusing on the consequences of the misbehavior. The preeschools in Iceland follow certain policies and trends and various discipline systems are used to achieve systematic results in child rearing. The search for the answers on how positive discipline can be a usefull tool in child rearing was indeed an interesting journey. Getting to know how one can build up and strengthen children and how discipline systems can be used in this matter when aiming on children with behavioral problems. The main findings of this essay were that discipline systems should not focus on rewards but positive reinforcement and instructions. Natural and normal behavior should not be rewarded. For children with behavior problems it is usefull to reinforce rather then punish. The role of parents and teachers is to inform the child on why the behavior is wrong and instruct them about more appropriated behavior.
    This essay will hopefully open the eyes of child rearers to the various methods currently in use in the upbringing of preeshool aged children and those discipline systems in use in various places. Authors are convinced that those preeschools that adopt this philosophy and methods which include positive disciplining and similar discipline systems will succeed.

Athugasemdir: 
  • Læst til 8. 5. 2013
Samþykkt: 
  • 20.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12244


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit_1.pdf88.25 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf100.35 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Hafrún og Nanna Lokaritgerð.pdf711.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna