is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12255

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu BRIEF matslistans
  • Titill er á ensku Psychometric properties of the Icelandic version of the BRIEF rating scale
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stýrifærni (Executive function) er margþátta hugtak sem lýsir ákveðnum ferlum í starfsemi heilans, en þessi ferli eru afar mikilvæg einstaklingnum til þess að stýra markvissri hegðun. Slök stýrifærni spilar stórt hlutverk hjá börnum með ADHD en einnig hjá börnum með raskanir á borð við einhverfu, Tourette, geðhvarfasýki o.fl. Hingað til hefur enginn matslisti verið til á Íslandi til þess að mæla skerta stýrifærni í börnum. BRIEF (Behavior Rating Inventory of Executive Function) er bandarískur spurningalisti fyrir foreldra og kennara og er ætlaður til að meta stýrifærni hjá börnum á aldrinum 5-18 ára. Listinn hefur að geyma átta undirþætti; undirþættirnir hvatvísi, fastheldni og tilfinningastjórn mynda saman eitt heildarskor fyrir yfirþáttinn Hegðunarstjórn en undirþættirnir frumkvæði, vinnsluminni, skipulag, skipulag efnis og yfirsýn mynda saman heildarskor fyrir yfirþáttinn Hugræn færni. Þessi spurningalisti hefur verið þýddur yfir á íslensku og er markmið þessarar rannsóknar að athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu listans og athuga hvort um sömu þáttabyggingu sé að ræða. Listinn var lagður fyrir þátttakendur ásamt öðrum matslista (Spurningar um styrk og vanda (SDQ)) svo hægt væri að meta viðmiðsréttmæti hans. Þátttökubeiðni var send til foreldra 646 barna í 4. til 7. bekk í fjórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar 264 barna tóku þátt í rannsókninni. Börnin voru send heim með umslag með öllum eyðublöðum og upplýsingum um rannsóknina. Listarnir voru fylltir út á heimilum þátttakenda og sendir með börnunum aftur í skólann þar sem kennarar sáu um að safna saman gögnunum. Framkvæmd var leitandi þáttagreining og innri samkvæmni, endurprófunaráreiðanleiki og viðmiðsréttmæti voru metin. Niðurstöður voru þær að ekki er um sömu þáttabyggingu að ræða og í bandarískri útgáfu listans. Bandaríski listinn inniheldur átta þætti en sá íslenski aðeins fimm; hugræn færni, tilfinningastjórn, hvatvísisstjórn, skipulag efnis og aðlögunarhæfni. Innri samkvæmni listans mældist hærri en fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á (0,98), endurprófunaráreiðanleiki var nokkuð slakur (r = 0,46) en í samanburði við matslistann SDQ virðist viðmiðsréttmæti BRIEF vera nokkuð gott. Úrtaksstærð uppfyllti ekki skilyrði til þáttagreiningar og verður því að túlka þessar niðurstöður með fyrirvara. Mikilvægt er að leggja listann fyrir í stærra úrtaki og endurtaka þáttagreiningu hans áður en hægt er að halda lengra með þróun hans.

  • Útdráttur er á ensku

    Executive function is a multivariate concept that describes specific processes in the brain, but these processes are very important to the individual to control purposeful, goal-directed behavior. Deficits in executive function is very common in children with ADHD, but also in children with other disorders such as autism, Tourette´s and bipolar disorder, to name a few. To date, no rating scale has excisted in Iceland to specifically measure impaired executive function in children. BRIEF (Behavior Rating Inventory of Executive Function) is an American questionnaire for parents and teachers and is intended to evaluate executive function in children aged 5-18 years. BRIEF contains eight clinical scales; the subscales inhibit, shift and emotional control form a composite score on a Behavioral regulation Index and the subscales initiate, working memory, plan/organize, organization of materials and monitor form a composite score on a Metacognition Index. This questionnaire has been translated into Icelandic and the purpose of this study was to examine the psychometric properties of the Icelandic version and compare it to the original version. A request was sent to parents of 646 children aged 9-13 years in four schools in the Greater Reykjavík Area. Parents of 264 children participated in the study. Children were sent home with an envelope that entailed all the forms and details of the study. To assess the concurrent validity of the BRIEF scale the parents were asked to fill out a comparable rating scale (Strenghts and Difficulties Questionnaire (SDQ)). The lists were completed in the participants´ homes and the children delivered the forms back to their teachers. Exploratory Factor Analysis was conducted and internal consistency, retest reliability and criterion validity were assessed. The results revealed that the factor structure is different from the original version. The Icelandic version contains five factors; metacognition, emotional control, inhibit, organization of materials and adaptability. Internal consistency of the list is higher than previous studies have shown (0,98), test-retest reliability is quite poor (r = 0,46) but concurrent validity is good. Sample size did not meet the requirements for factor analysis and the results must therefore be interpreted with caution. It is important to collect a larger sample size and repeat the factor analysis before continuing with further development.

Samþykkt: 
  • 22.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel Kristinsdóttir.pdf556.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna