EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisReykjavík University>Viðskiptadeild>BSc í viðskiptafræði / hagfræði / sálfræði>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12322

Title
is

Viðhorf fyrirtækja á Íslandi til CRM

Submitted
May 2012
Abstract
is

Tilgangur þessa lokaverkefnis er að kanna viðhorf fyrirtækja á Íslandi til hugmyndafræðinnar Customer Relationship Management (CRM).
Á undanförnum árum hafa fyrirtæki hugað meira að viðskiptavinum sínum og notast í því sambandi í sívaxandi mæli við CRM hugmyndfræðina og/eða hugbúnað tengdan henni. Hugmyndfræðin að baki CRM byggist á að safna upplýsingum um viðskiptavininn svo hægt sé að veita honum enn betri og staðlaðri þjónustu eða vöru.
Verkefninu er skipt í tvo hluta. Í fyrstu verður skoðað hvað felst í CRM hugmyndafræðinni og hvaða hlutir og eiginleikar tengjast henni í daglegum rekstri.
Farið verður yfir grunnatriði CRM og útskýrt hvað það er sem tengist einna helst slíkri hugmyndafræði og hvað þessi fræði snúast um í raun og veru. Einnig verður skoðað hvernig hægt er að innleiða CRM á sem bestan máta. Skoðað verður viðhorf fyrirtækja til fræðanna og hvernig megi nota þau sem best til hagsbóta fyrir fyrirtækið. Að lokum verður litið á helstu kosti og galla CRM ásamt því að fjalla lauslega um helstu áhættur sem geta fylgt slíkri hugmyndafræði.
Í seinni hluta verkefnisins verður greint frá niðurstöðum rannsóknar sem gerð var um viðhorf og almenna þekkingu fyrirtækja á Íslandi til CRM. Þar kom í ljós að fyrirtæki hafa jákvætt viðhorf til CRM hugmyndafræðinnar hvort sem þau notast við hana eða ekki. Þess ber að geta að þátttaka skiptist mjög jafnt á milli þeirra sem notast við CRM og þeirra sem notast ekki við það. Meirihluti svarenda rannsóknarinnar vissi hvað CRM stendur fyrir. Betur verður greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar síðar í ritgerðinni.

Accepted
26/06/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Viðhorf fyrirtækja... .pdf1.63MBOpen Complete Text PDF View/Open