is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12367

Titill: 
  • Lífsviðhorf og gildi : viðhorfakönnun meðal ungs fólks í framhaldsskólum á Íslandi
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Í greininni er fjallað um fyrstu niðurstöður rannsóknar á lífsviðhorfum og lífsgildum ungs fólks í fjölmenningarsamfélagi. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að rannsaka lífsviðhorf og lífsgildi ungs fólks (18–24 ára) í íslensku samfélagi. Rannsóknin á sér breiða fræðilega umgjörð og byggir á þverfaglegri nálgun trúaruppeldisfræði, fjölmenningarfræði og uppeldisfræði. Aðferðir eru blandaðar, megindlegar og eigindlegar. Viðhorfakönnun hefur verið lögð fyrir nemendur í alls fjórum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Greinin fjallar um niðurstöður viðhorfakönnunarinnar sem lögð var fyrir vorið 2011. Könnunin tók m. a. til þátta varðandi sjálfsmynd, fjölskyldu, trúarbrögð og ólíkan uppruna. Í niðurstöðum kemur fram að þrátt fyrir samfélagsbreytingar telur unga fólkið að fjölskyldan hafi meiri áhrif á viðhorf þeirra en vinirnir og virðist hún vera kjarninn í tilveru þeirra. Stór hluti svarenda segja það lærdómsríkt að eiga vini af ólíkum uppruna og taka mjög ákveðna afstöðu gegn kynþáttafordómum. Niðurstöður benda einnig til þess að margir þátttakenda virðist ekki hafa þörf fyrir að leita til trúarbragðanna þegar þeir túlka líf sitt og reynslu og leitast við að gera það merkingarbært. Munurinn milli kynja kemur skýrt fram í afstöðunni til trúarlegra þátta og lífsgilda, þar sem hlutfallslega fleiri strákar tilgreina sig trúlausa eða utan trúfélaga en stúlkur.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Samþykkt: 
  • 27.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12367


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gunnarefinngunnarjgunn.pdf345.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna