is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12382

Titill: 
  • Betri er mögur sátt en feitur dómur, sáttamiðlun til lausnar ágreiningi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um sáttamiðlun sem leið til lausnar ágreiningi milli deiluaðila. Sáttamiðlun er lögfest í öllum hinum Norðurlöndunum en Íslendingar hafa um langt skeið horft sérstaklega til norrænna frændþjóða sinna þegar kemur að setningu löggjafar. Sáttamiðlun hefur náð mikilli útbreiðslu erlendis og vegur hennar vex stöðugt. Sáttamiðlun er óhefðbundin aðferð til lausnar ágreiningi (e. Alternative Dispute Resolution). Sáttamiðlun er aðferð sem aðilar taka sjálfviljugir þátt í með hjálp óháðra og hlutlausra sáttamanna. Aðilar komast sjálfir að samkomulagi um lausn ágreinings sem þeir meta viðunandi fyrir alla aðila í gegnum fyrirfram skipulagt og mótað ferli. Sáttamiðlun fer fram í fyllsta trúnaði og sáttamaður leiðir tjáskipti deiluaðila og leitast eftir að skapa jafnræði milli aðilanna.
    Evrópusambandið hefur beitt sér fyrir samræmdum reglum um sáttamiðlun í aðildarlöndum sínum. Árið 2002 kom út svokölluð Græn bók framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðrar leiðir en dómstóla við lausn ágreinings á sviði einkaréttar og viðskipta, þar sem lögð var áhersla á að beita sáttamiðlun við lausn ágreinings. Í kjölfarið kom út tilskipun Evrópusambandsins nr. 2008/52/EC frá 21. maí, sem fjallaði um sáttamiðlun í ágreiningsmálum á sviði einkaréttar og viðskipta.
    Nokkur tilraunaverkefni hafa átt sér stað hér á landi en þrátt fyrir ánægju meðal þátttakenda hefur úrræðið ekki náð útbreiðslu. Ég tel að stjórnvöld eigi að beita sér fyrir innleiðingu sáttamiðlunar í íslensk lög. Ég tel mikilvægt að líta til nágrannaþjóða okkar við innleiðingu sáttamiðlunar og draga lærdóm af þeirra reynslu og því sem vel hefur gengið. Einnig er mikilvægt að stjórnvöld fái fagaðila með sér í undirbúningsvinnu við löggjafarstarfið. Gott samstarf við fræðimenn og fagmenn er grundvöllur góðrar löggjafar.

  • Útdráttur er á ensku

    Mediation as an Alternative Dispute Resolution
    The thesis focuses on mediation as an Alternative Dispure Resolution (ADR). The aim is to answer the question of whether mediation should be implemented in Icelandic legislation. Mediation is a voluntary and confidential method of resolving conflicts where, through a structured process, one or more impartial third parties assist the parties in reaching a solution by themselves to their problem, which is mutually satisfactory. The mediator provides a framework and helps conduct the mediation, but makes no substantial suggestions or decisions in the case. The European Union is very interested in alternative dispute resolution. In 2002 the Union released a green paper on alternative dispute resolution in civil and commercial law. In the year 2008 the European Parliament and the Council implemented the Directive 2008/52/EC on certain aspects of mediaton in civil and commercial matters that seeks to facilitate access to alternative dispute resolution and to promote the amicable settlement of disputes by encouraging the use of mediation and by ensuring a balanced relationship between mediation and judicial proceedings.
    Mediation is well known in the other Nordic countries. A few mediation projects have been completed in Iceland with a high satisfaction rate among participants; however mediation has not spread as quickly in Iceland as in the neighbouring countries. My conclusion is that the Icelandic government should promote mediation in Icelandic legislation as soon as possible. I think that Iceland should learn from other Nordic countries concerning the successess and mistakes when implementing legislation on mediation.

Samþykkt: 
  • 28.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12382


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Betri_er_mogur_satt_en_feitur_domur_sattamidlun_til_lausnar_agreiningi.pdf845.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna