EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1239

Title
is

Námsmat í höndum kennara

Abstract
is

Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að leita þekkingar og skilnings á því hvernig
námsmati er háttað í íslenskum grunnskólum. Leitast er við að svara því hvað einkennir
námsmat kennara og leiðbeinenda í íslenskum grunnskólum og hvort munur er á
námsmati kennara eftir skólastærð, staðsetningu skóla, starfsreynslu og menntun
kennara, aldursstigi og námsgreinum sem þeir kenna. Hvort skólar hefðu markað sér
stefnu um námsmat, hvaða markmið og matsaðferðir kennarar legðu til grundvallar
námsmati sínu og hvernig þeir nýta sér og miðla upplýsingum úr niðurstöðum
námsmatsins. Gerð var megindleg rannsókn í 23 grunnskólum í öllum kjördæmum
veturinn 2003–2004. Heildarfjöldi kennara í hverjum skóla var á bilinu 1–52 og var
heildarfjöldi þátttakenda í úrtakinu 472 grunnskólakennarar, leiðbeinendur og
skólastjórnendur. Af þeim svöruðu 307 eða 65% þátttakenda. Í meginatriðum sýna
niðurstöður að grunnskólar hafa misskýra stefnu um námsmat og mismunandi er hvað
fram kemur í skólanámskrá þeirra. Munur er á afstöðu þátttakenda í rannsókninni, eftir
starfsreynslu þeirra og stærð og staðsetningu skólanna þar sem þeir kenna, til stefnu
skóla um námsmat og endurgjöf. Kennarar hafa ólíkar áherslur (markmið) og
matsaðferðir eftir því á hvaða aldursstigum þeir kenna og hvaða námsgrein en
megináherslan virðist þó lögð á að meta þekkingu og verkfærni nemenda. Að stærstum
hluta er námsmat byggt á skriflegu mati (prófum) og verkbundnu mati
(frammistöðumati) en lítil áhersla er lögð á alhliða mat og þá hafa samræmd próf mikil
áhrif á val kennara á matsaðferð og uppbyggingu prófa. Niðurstöður úr skriflegum
prófum eru meginuppistaða í einkunn eða vitnisburði sem nemendum er gefinn en aðrir
þættir og matsaðferðir hafa þó að einhverju leyti áhrif á einkunnagjöfina. Þekking,
verkfærni og hátterni nemenda s,s, vinnubrögð, frágangur verkefna, virkni, framfarir og
iðni, endurspeglast í þeim tölum og umsögnum sem þeir fá á vitnisburðablaði við lok
anna. Kennarar töldu að nemendum væri ljóst hvað að baki námsmati liggur. Þeir lögðu
hins vegar ekki áherslu á að hafa nemendur með í ákvörðunum um námsmatið né hafa
þá virka þátttakendur í námsmatsferlinu, t.d. með því að leggja mat á eigin frammistöðu
eða bekkjarfélaga sinna.

Accepted
01/01/2006


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Erna Pálsdóttir_fy... .pdf258KBOpen Námsmat - fylgirit PDF View/Open
Erna Pálsdóttir_heild.pdf974KBOpen Námsmat - heild PDF View/Open