is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12408

Titill: 
  • Framtíðarbúseta unglinga af erlendum uppruna
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 hefur erlendum ríkisborgurum fækkað talsvert á Íslandi. Helsta ástæða þess er brottflutningur karlmanna á aldrinum 20–40 ára sem voru einir síns liðs á Íslandi um lengri eða skemmri tíma vegna atvinnu. Hins vegar hefur börnum með erlendan ríkisborgararétt fjölgað hér á landi eftir hrun og hafa aldrei verið fleiri. Tveir af hverjum tíu unglingum, sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna, telja mjög líklegt að þeir muni í flytja af landi brott fyrir fullt og allt og jafnmargir telja slíkt mjög ólíklegt. Meðal nemenda af íslenskum uppruna, sem fæddir eru hér á landi, telja hins vegar aðeins einn af hverjum tuttugu mjög líklegt að þeir muni gera slíkt en rúmlega einn af hverjum þremur telur það mjög ólíklegt. Þeir sem helst ætla að verða um kyrrt á Íslandi eru fæddir hér á landi, búa utan höfuðborgarsvæðisins og eru mjög stoltir af því að vera íslenskir. Jafnframt eru þeir líklegri til að eiga móður, sem ekki er með háskólapróf, og til þess að eiga mjög góð samskipti við móður en síður líklegir til að eiga mjög góð samskipti við besta vin. Hins vegar eru unglingar, sem helst ætla að flytja af landi brott, líklegri til þess að vera fæddir erlendis, búa á heimilum þar sem íslenska er ekki töluð eða eiga annað foreldrið af erlendum uppruna. Jafnframt eru þeir líklegri til að meta fjárhagsstöðu fjölskyldunnar mjög góða og vera í mjög góðum tengslum við feður sína. Hins vegar eru tengsl þeirra við besta vin lakari, þeim líkar verr í skóla og eru síður stoltir af því að vera íslenskir.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Samþykkt: 
  • 28.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12408


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thoroddur.pdf291.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna