is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1242

Titill: 
  • Aðgerða- og verklagsreglur fyrir sykursjúka nemendur í íslenskum grunnskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar, sem gerð er grein fyrir í þessari ritgerð, er þríþættur. Í
    fyrsta lagi er hann að komast að því hvort til séu aðgerða- og verklagsreglur fyrir
    sykursjúka nemendur í íslenskum grunnskólum. Í öðru lagi er hann gera grein fyrir
    hvernig slíkar reglur eru eða ættu að vera og í þriðja og síðasta lagi að skoða hver
    aðbúnaður sykursjúkra barna er í íslenskum grunnskólum. Rannsóknarspurningarnar
    eru því þrjár: Eru til aðgerða- og verklagsreglur fyrir sykursjúka nemendur í
    íslenskum grunnskólum? Hvað þurfa aðgerða- og verklagsreglur að innihalda og
    hvernig er aðbúnaður sykursjúkra barna í grunnskólum?
    Nokkrar ástæður liggja að baki þessu vali. Insúlínháð sykursýki er einn af algengustu
    sjúkdómum meðal barna og nýgengi sykursýki hefur farið hækkandi meðal barna á
    Íslandi á síðustu árum. Fleiri ástæður má tilgreina til að mynda þær að ég var með
    sykursjúkum nemanda í bekk í grunnskóla, var umsjónarkennari sykursjúks barns og
    einnig er bróðir minn sykursjúkur.
    Í rannsókninni kom fram að aðbúnaður sykursjúkra nemenda í grunnskólum ræðst af
    aldri þeirra. Því yngri sem nemendurnir eru þeim mun meiri aðstoð og stuðning fá
    þeir en eftir því sem þau eldast hugsa þau meira um sig sjálf.
    Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er að búnar voru til aðgerða- og verklagsreglur
    fyrir sykursjúka nemendur í íslenskum grunnskólum. Aðgerða- og verklagsreglurnar
    voru búnar til eftir að hafa rannsakað hvað starfsmönnum skóla þætti æskilegt og
    mikilvægt að hafa í þeim. Einnig voru hafðar til hliðsjónar fyrirmyndir erlendis frá og
    þær fjórar aðgerða- og verklagsreglur sem til voru í íslenskum grunnskólum.
    Nokkrar ályktanir er hægt að draga af niðurstöðum rannsóknarinnar. Helst er að nefna
    mikilvægi þess að semja aðgerða- og verklagsreglur fyrir sykursjúka nemendur í
    grunnskólum. Þær eru mikilvægar og hafa notagildi fyrir foreldra, allt starfsfólk skóla
    og nemandann. Þær auka samskipti heimila og skóla, öryggi starfsfólks í allri
    umönnun nemandans, aðbúnað og öryggi nemandans sjálfs og hlutverk hvers og eins
    verður skýrara.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið
Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnhildur Sólrún Sigurgeirsdóttir_e.pdf123.45 kBOpinnSykursjúkir - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Hrafnhildur Sólrún Sigurgeirsdóttir_h.pdf179.53 kBOpinnSykursjúkir - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Hrafnhildur Sólrún Sigurgeirsdóttir_heild.pdf5.26 MBOpinnSykursjúkir - heildPDFSkoða/Opna
Hrafnhildur Sólrún Sigurgeirsdóttir_u.pdf89.37 kBOpinnSykursjúkir - útdrátturPDFSkoða/Opna