is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12431

Titill: 
  • Trúarbragðafræðsla í skólum : af vettvangi Evrópuráðsins og ÖSE
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Á vettvangi Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) hefur á undanförnum árum verið talsvert rætt um trúarbragðafræðslu í opinberum skólum. Í greininni eru ræddar helstu ástæður þessarar umræðu. Sagt er frá umræðu félagsfræðinga um kenningar sem settar voru fram eftir miðja síðustu öld þess efnis að veraldarvæðing (e. secularization) vestrænna þjóðfélaga myndi að lokum leiða til þess að hið trúarlega hætti að skipta máli í opinberri umræðu. Reynslan hefur orðið önnur. Kynntar eru skýrslur frá Evrópuráðinu um trúarbragðafræðslu í opinberum skólum, þar sem færð eru rök fyrir mikilvægi hennar í skólum og bættrar kennaramenntunar í þeim fræðum. Bent er á að þekking á eigin trúarbrögðum og menningu og trúarbrögðum og menningu annarra auki skilning og umburðarlyndi, sem er forsenda friðsamlegra samskipta. Þá er bent á að trúarbragðafræðsla, ásamt fræðslu um trú- og tjáningarfrelsi, styrki lýðræði og mannréttindi. Þá eru kynntar niðurstöður og tillögur ráðstefnu um trúarbragðafræðslu í opinberum skólum sem haldin var í Toledo á Spáni árið 2007 á vegum ÖSE og kynntar voru í sérstöku riti: Toledo Guiding Principles on Teaching About Religions and Beliefs in Public Schools.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Samþykkt: 
  • 28.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigpal.pdf281.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna