EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisAgricultural University of Iceland>Auðlindadeild>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12437

Title
is

Geitamjólk

Submitted
May 2012
Abstract
is

Íslenski geitastofninn (Capra hircus) er mjög lítið nýttur og er lítið vitað um eiginleika afurða hans. Vegna þess hve lítið hann hefur verið nýttur síðustu áratugina hefur hann átt mjög erfitt uppdráttar.
Hér er greint frá rannsókn sem gerð var á mjólk úr íslenskum geitum. Markmið rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um nythæð geitanna og efnainnihald mjólkurinnar, fitu-, prótein-, ostefna- og mjólkursykurshlutfall auk magns frjálsra fitusýra og frumutölu. Niðurstöður voru bornar saman við önnur geitakyn, eldri niðurstöður á íslenska stofninum og við aðrar dýrategundir. Fjöldi sýna í rannsókninni voru 85 fyrir frumutölu, 36 mælingar fyrir nythæð en 62 sýni voru nothæf fyrir fitu-, prótein-, ostefna- og mjólkursykurshlutfall en 61 fyrir frjálsar fitusýrur. Í rannsókninni var nythæðin einungis mæld í einn mánuð og var mjög mikill breytileiki í gögnunum, hæsta gildi var 620ml og það lægsta 200 ml. Nytin jókst í byrjun en minnkaði eftir 177 daga frá burði og var hún minni í lok mælinga en við upphaf. Meðal hlutfall fitu af mjólk var 3,68%. Meðaltal frjálsra fitusýra var 0,7 mmol FFA/l mjólk. Frjálsar fitusýrur voru innan þeirra marka sem gefin eru upp fyrir kúamjólk, ofan við þau mörk getur farið að bera á bragðgöllum í kúamjólk. Prótein hlutfall mjólkurinnar var 4,17%. Meðal hlutfall ostefna í mjólk var 3,15%. Hlutfall fitu, próteins og ostefna af mjólk jókust í byrjun mælinga en minnkuðu svo aftur og enduðu hærra en við upphaf mælinga. Meðal mjólkursykurshlutfallið var 4,38%. Mjólkursykurshlutfallið minnkaði í upphafi en jókst aftur um miðbikið og endaði rétt aðeins hærra en það var í byrjun. Meðal frumutala mjólkurinnar var 2.176 þúsund/ml, frumutalan hækkaði er leið á mjaltaskeiðið en féll svo í lokin. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að efnahlutföll og nyt íslensku geitanna er ekki sú sama og hún er í norskum geitum né svipað og meðaltal fyrir þá erlendu geitastofna sem hafðir voru til samanburðar.
Til að geta markaðsett og nýtt íslenska geitastofninn enn frekar þarf að leggja meiri áherslu á að rannsaka afurðir hans. Einnig stuðlar það að verndun stofnsins ef fleiri hafa áhuga á afurðum hans.

Accepted
29/06/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Bs_Gudrun_bara_Sve... .pdf742KBOpen  PDF View/Open