is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12438

Titill: 
  • Mælingar á flæðihraða mjólkur úr mismunandi mjaltakerfum - þróun á samræmdum matsskala fyrir mjaltir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mjaltir er eiginleiki sem kýr eru dæmdar fyrir í kynbótamati. Ræktunarmarkmið í íslenska kyninu fyrir mjaltir er að rækta sérstaklega fyrir jöfnum og hröðum mjöltum og gegn mismjöltum. Einkunn fyrir mjaltir byggir í dag á mati bóndans á gripnum og er arfgengið ekki mjög hátt (0,18-0,20). Líkur eru á að arfgengið myndi hækka ef hægt væri að dæma gripina eftir mældu mjólkurflæði þeirra. Markmið þessa verkefnis er fyrst og fremst að taka fyrstu skrefin í þróun á matsskala fyrir mjaltir eftir mældu mjólkurflæði.
    Fjórar gerðir mjaltakerfa voru skoðaðar, DeLaval® mjaltaþjónn, Lely® mjaltaþjónn, DeLaval® tölvustýrt mjaltakerfi og SAC® tölvustýrt mjaltakerfi. Farið var á 10 bú með hvert mjaltakerfi og teknar út upplýsingar um meðal- og hámarksflæði, nyt, mjaltaskeið og daga á mjaltaskeiði fyrir hverja mjólkaða kú á ákveðnu tímabili.
    Samband hámarks- og meðalflæðis er misgott eftir mjaltakerfum, best er sambandið hjá DeLaval® mjaltaþjón, sá munur stafar líklega af því hvernig kerfin mæla meðalflæðið. Mjólkurmagn er sá þáttur sem segir best til um breytileika í meðalflæði í öllum kerfunum. Skýringarhlutfall aðhvarfslínu mjólkurmagns á meðalflæði er hins vegar mjög lágt hjá fyrsta kálfs kvígum í DeLaval® mjaltakerfi.
    Mikill breytileiki er á meðalflæði á milli búa innan hvers kerfis sem skýrist líklega af erfða-, umhverfis og tækniþáttum. Meðalflæði flokkað eftir mjaltaskeiðum leiddi í ljós að elstu kýrnar eru oft með hæsta meðalflæðið, en þær eru hins vegar mjög fáar. Ástæðan fyrir þessu háa meðalflæði hjá þeim er líklega sú að aðeins bestu kýrnar eru látnar lifa lengi
    Sú tillaga er lögð fram að notað verði aðhvarf mjólkurmagns á meðalflæði til að dæma kýrnar fyrir mjaltir. Þar sem kerfin mæla meðalflæðið á mismunandi hátt og sambandið á milli mjólkurmagns og meðalflæðis er ekki það sama á milli mjaltakerfa þyrfti helst að gera undirmatsskala fyrir hvert kerfi

Samþykkt: 
  • 29.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Halldór Arnar Mælingar á flæðihraða mjólkur úr mismunandi mjaltakerfum_Halldór.pdf895.85 kBOpinnPDFSkoða/Opna