is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12457

Titill: 
  • Menntun körfuknattleiksþjálfara á Íslandi vorið 2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er var að kanna hver menntun körfuknattleiksþjálfara yngri flokka er á Íslandi. Ritgerðinni er skipt upp í tvo hluta, annars vegar fræðilegan hluta, þar sem fjallað er um upphaf og þróun körfuknattleiks, um hlutverk og mikilvægi þjálfarans og svo um þjálfaramenntun á Íslandi. Hins vegar er rannsóknarhluti ritgerðarinnar, þar sem farið er yfir rannsókn um menntun körfuknattleiksþjálfara yngri flokka á Íslandi. Þátttakendur rannsóknarinnar voru allir körfuknattleiksþjálfarar yngri flokka á Íslandi, innan aðildarfélaga Körfuknattleikssambands Íslands vorið 2012. Saminn var spurningarlisti og hann sendur 149 þjálfurum, og var svarhlutfall 51%. Öll úrvinnsla gagna var síðan unnin í forritinu IBM SPSS Statistics 20 og Excel 2010 og þær niðurstöður síðan túlkaðar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að stærsti hluti þjálfara eru karlmenn á aldrinum 30-34 ára. Meira er um að þeir sem eru þjálfaramenntaðir þjálfi í eldri flokkum, heldur en í þeim yngri, þ.e. að eftir því sem iðkendur eru eldri því algengara er að þjálfarar þeirra hafi lokið þjálfaramenntun á einhverju stigi. Einnig leiddu niðurstöður í ljós að þjálfaramenntaðir þjálfarar eyddu meiri tíma í skipulagningu og undirbúning æfinga frekar en þeir sem enga þjálfaramenntun hafa.

Samþykkt: 
  • 2.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heild-LOKA.pdf985.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða.pdf26.51 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna