is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12463

Titill: 
  • Eru íslensk ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára að nota fæðubótarefni og önnur frammistöðubætandi efni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Erlendar rannsóknir sýna að börn og unglingar neyta fæðubótarefna og annarra frammistöðubætandi efna í auknum mæli án þess þó að gera sér fullkomlega grein fyrir virkni þessara efna og hugsanlegum neikvæðum heilsufarslegum afleiðingum sem slík neysla getur haft í för með sér (Cotunga, Vickery og McBee, 2005). Til þess að skoða neyslu íslenskra ungmenna á aldrinum 16 til 18 ára á fæðubótarefnum var framkvæmd rannsókn á 499 nemendum í þremur mismunandi framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu árið 2012, nánar tiltekið Menntaskólanum í Reykjavík, Kvennaskólanum í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands. Rannsóknin var framkvæmd með spurningalista sem samanstóð af fimmtán spurningum þar sem þátttakendur gátu merkt við þann kost sem best átti við hverju sinni. Spurningalistanum svörðuðu þátttakendur í kennslustund í viðkomandi skóla en síðan voru gögnin slegin inn og unnin í SPSS Statistics 20.
    Niðurstöður sýndu að íslensk ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára eru að neyta fæðubótarefna og ber þar helst að nefna vítamín og steinefni en í kjölfarið fylgja svo hinar ýmsu próteinvörur. Niðurstöður sýna einnig að það eru frekar piltar heldur en stúlkur sem að neyta fæðubótarefna og að piltar neyta einnig slíkra efna oftar í viku heldur en stúlkur. Piltar neyta frekar fæðubótarefna sem að þeir telja að bæti frammistöðu á meðan stúlkur neyta frekar vítamína og steinefna. Einnig sýndu niðurstöður að það eru fremur ungmenni sem stunda íþróttir sem neyta fæðubótarefna heldur en þau sem stunda ekki íþróttir.

Samþykkt: 
  • 2.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greta Björg Egilsdóttir.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna