EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisReykjavík University>Tækni- og verkfræðideild>BSc verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12473

Title
is

Áfengisneysla knattspyrnumanna á Íslandi

Submitted
May 2012
Abstract
is

Rannsóknin fjallar um áfengisneyslu knattspyrnumanna á Íslandi og var hún unnin vorið 2012. Spurningalisti var sendur á leikmenn úr 24 liðum í efstu þremur deildunum sem spiluðu á Íslandsmótinu í knattspyrnu 2011. Af þeim svöruðu 293 leikmenn spurningalistanum. Svarhlutfall var 59%. Niðurstöðurnar sýna að 86% þátttakendanna höfðu drukkið áfengi. Rúmlega helmingur þátttakenda hafði drukkið minnst einn áfengan drykk einu sinni eða oftar í mánuði á síðastliðnum 12 mánuðum en 39% drukkið minnst fimm áfenga drykki einu sinni eða oftar á sama tímabili. Töluverður munur var á áfengisneyslu milli keppnistímabils og hvíldartímabilsins, þ.e. mun meira var drukkið á hvíldartímabilinu, eða 11% á móti 59% hjá þátttakendum úr úrvalsdeildinni. Helmingur þátttakenda úr annarri deild drukku minnst fimm áfenga drykki einu sinni eða oftar í mánuði á keppnistímabilinu. Rúmur þriðjungur þátttakenda hafði ekki getað munað einu sinni eða oftar á síðustu 12 mánuðum hvað gerðist kvöldið áður vegna þess þeir höfðu drukkið áfengi. Tæplega fjórðungur þátttakenda gæti átt við áfengisvandamál að stríða samkvæmt CAGE spurningalistanum og marktækt fleiri þátttakendur úr fyrstu og annarri deild gætu átt við vandamál að stríða miðað við þátttakendur úr úrvalsdeild.

Accepted
02/07/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Brynjar Forsíða.pdf40.3KBOpen Front Page PDF View/Open
Áfengisneysla knat... .pdf831KBLocked Complete Text PDF