EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisReykjavík University>Tækni- og verkfræðideild>BSc í tækni- og verkfræði / byggingafræði / íþróttafræði>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12475

Title
is

Eykur hlutlæg endurgjöf frammistöðu ungra handknattleikskvenna?

Submitted
May 2012
Abstract
is

Tilgangur: Ritgerð þessi er rannsókn á því hvort endurgjöf hafi áhrif á frammistöðu hjá handknattleiksstúlkum í 4. flokki kvenna.
Efni og aðferðir: Þátttakendur rannsóknarinnar voru 17 stúlkur á aldrinum 15 – 16 ára. Settir voru upp tveir æfingaleikir þar sem tvö lið, svipuð að getu spiluðu handknattleik. Leikirnir voru 2 x 30 mínútur hver og var reynt eftir bestu getu að hafa ytra umhverfi sem líkast í báðum leikjum. Inngripið var að bæði lið voru leikgreind eftir sérstökum leikgreiningarkvarða eftir fyrri leikinn en aðeins annað liðið (lið A) fékk endurgjöf eftir leikinn. Stúlkurnar í liði A fengu endurgjöfina í formi lista yfir þá plúsa og mínusa sem komu fram við leikgreininguna. Einnig fengu þær endurgjöf í formi athugasemda um hvernig þær gátu bætt sig, til dæmis vinnslu í varnarleik og sóknarleik sem ekki var unnt að greina með leikgreiningarkvarðanum. Fjórum vikum seinna var annar leikur spilaður og aftur voru bæði lið leikgreind. Því næst var skoðað hvort að munur væri á frammistöðu tilraunahóps (liðs A) og samanburðarhóps (liðs B) á milli leikja.
Niðurstöður: Í ljós kom að munur var á þeim stúlkum sem fengu endurgjöf samanborið við þær stúlkur sem fengu enga endurgjöf. Marktækur munur var á milli framfara tilraunahóps og samanburðarhóps t(12)=4,65, p<0,05. Einnig var marktækur munur á plússtigum hjá tilraunahóp milli leikja t(6)=5,21, p<0,05. Ekki var marktækur munur hjá samanburðarhóp milli leikja en hópurinn stóð í stað bæði í meðaltali plúsa og mínusa milli leikjanna tveggja.
Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hefur endurgjöf góð áhrif á frammistöðu unglingsstúlkna í handknattleik. Ætla má að framfarir verði meiri ef þjálfari notast við endurgjöf til leikmanna sinna reglulega yfir handknattleikstímabilið.

Accepted
02/07/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaverkefni Hanna... .pdf731KBLocked Complete Text PDF