is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12477

Titill: 
  • Skjólstæðingsmiðuð þjónusta : þróun matstækis og starfsemi á geðdeild FSA
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samskipti heilbrigðisstarfsfólks og skjólstæðinga eiga að endurspegla gagnkvæma virðingu og sú reynsla og þekking sem skjólstæðingar búa yfir er mikils virði við þróun og hönnun þjónustu. Hugmyndafræði skjólstæðingsmiðaðrar nálgunar er öflugt verkfæri þegar innleiða á aðferðir sem stuðla að virkri þátttöku skjólstæðings. Tilgangur rannsóknarinnar var að staðfæra og þróa Spurningalista um skjólstæðingsmiðaða þjónustu og kanna upplifun skjólstæðinga af þjónustu geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri (FSA). Rannsóknin átti sér stað í þremur þrepum. Á fyrsta þrepi var matstækið „Client centred rehabilitation questionnaire“ þýtt og staðfært í samvinnu við skjólstæðinga geðdeildar FSA þar sem tekin voru þrettán ígrunduð samtöl við ellefu viðmælendur. Matstækið var lagt fyrir 30 skjólstæðinga geðdeildarinnar og þau gögn notuð á öðru og þriðja þrepi. Áframhaldandi þróun matstækisins átti sér stað á öðru þrepi og byggðist á útreikningum á innri áreiðanleika og á því þriðja var lokaútgáfa Spurningalista um skjólstæðingsmiðaða þjónustu notuð til að lýsa starfi geðdeildar FSA. Ígrunduð samtöl höfðu í för með sér verulegar breytingar á spurningum matstækisins. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að aðferðin sé árangurrík við staðfærslu og þýðingu sjálfsmatstækja og gefi þeim sem svara slíkum matstækjum tækifæri til aðkomu að þróunarferlinu. Innri áreiðanleiki lokaútgáfu Spurningalista um skjólstæðingsmiðaða þjónustu mældist 0,93 fyrir listann í heild og á bilinu 0,70–0,86 fyrir undirflokka hans. Matstækið er áreiðanlegt og hentar til að lýsa starfi á stofnunum sem sinna bráðaþjónustu við einstaklinga með geðræn veikindi. Niðurstöður sýndu fram á að geðdeild FSA býr yfir ýmsum styrkleikum og þjónustan þar endurspeglar, að töluverðu leyti, grundvallarþætti skjólstæðingsmiðaðs starfs. Hins vegar þarf að huga betur að aðkomu nánustu ættingja og útkomu þjónustu frá sjónarhóli skjólstæðings. Þarfir yngri skjólstæðinga virðast jafnframt vera aðrar en þeirra eldri.
    Lykilhugtök: skjólstæðingsmiðuð þjónusta, þróun matstækis, ígrunduð samtöl, geðræn veikindi

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.5.2014.
Samþykkt: 
  • 2.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meiprofritgerd_lokaeintak_solrunoladottir.pdf2.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
efnisyfirlit.pdf234.16 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf368.98 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna