is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12480

Titill: 
  • Hlutverk, hæfni og þjálfun til starfa í stórslysum og hamförum : rannsókn á viðhorfum og reynslu lækna og hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Hjúkrunarfræðingar og læknar gegna mikilvægu hlutverki við hamfarir og stórslys, reynslubundin þekking er lítil og tækifæri til náms og þjálfunar því nauðsynleg. Fræðilegt efni þessu tengt er lítið á Íslandi og því mikilvægt að byggja upp fræðilegan grunn þar sem horft er til íslenskra aðstæðna.
    Tilgangur rannsóknarinnar: Að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga og lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri til viðbragðsgetu stofnunarinnar í stórslysum og hamförum ásamt því að lýsa sýn þeirra á eigið starfshlutverk og kanna viðhorf þeirra til teymisvinnu, þjálfunar og hæfni fyrir störf í stórslysum og hamförum.
    Rannsóknaraðferð: Notuð var lýsandi blönduð rannsóknaraðferð. Rafrænn spurningalisti var lagður fyrir alla lækna og hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri (n= 235). Úr sama hópi voru valdir með tilgangsúrtaki þátttakendur í fjóra 3-5 manna rýnihópa (n=16) en þau viðtöl voru síðan greind með eigindlegri innihaldsgreiningu.
    Helstu niðurstöður: Hjúkrunarfræðingar og læknar Sjúkrahússins á Akureyri hafa litla reynslu af störfum í stórslysum og hamförum og æfingar eru fátíðar. Starfshlutverk eru ekki alltaf skýr og starfsmenn geta þurft að sinna störfum sem þeir gegna ekki venjulega. Hlutverk stjórnenda þarf að skilgreina betur og þjálfa. Hæfni til daglegra starfa nýtist til starfa í stórslysum og hamförum en nauðsynlegt er að bæta hæfni í stjórnun, samvinnu og til sérhæfðra verka. Reglulegar æfingar eru mikilvægar, gjarnan í formi stórslysa- eða verkþáttaæfinga.
    Ályktanir: Lítil sjúkrahús þurfa að taka tillit til stærðar sinnar við gerð viðbragðsáætlana og gera í þeim greinarmun á eðli og alvarleika atburða. Starfshlutverk þarf að skýra, skilgreina og þjálfa. Góð almenn starfshæfni nýtist við störf í stórslysum og hamförum en sértæka hæfni þarf að þjálfa. Þjálfun þarf að vera regluleg og hana má efla með því að tengja hana inn í daglegt starf. Sérstaka áherslu ætti að leggja á þjálfun stjórnenda sem og á þjálfun í teymisvinnu.
    Lykilorð: Stórslys, hamfarir, menntun, starfshæfni, starfshlutverk.

Athugasemdir: 
  • Athugasemdir er á ensku Verkefnið er lokað til 9.6.2014.
Samþykkt: 
  • 2.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12480


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda Ringsted meistararitgerð við HA.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna