is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12490

Titill: 
  • Samtaka mæðgur : námskeið ætlað unglingsstúlkum og mæðrum þeirra með áherslu á eflingu hreyfingar og tengsla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsakendur hafa margsinnis sýnt fram á kosti hreyfingar og þau jákvæðu áhrif sem hún hefur á líkamlega og andlega líðan almennings. Þrátt fyrir það hefur hreyfingarleysi aukist síðustu árin og nú ber svo við að hreyfingarleysi er orðinn einn af fjórum stærstu áhættuþáttunum þegar kemur að dauðsföllum almennings um allan heim. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að hreyfingarleysi er algengt á meðal unglingsstúlkna en stór hluti þeirra nær ekki að uppfylla lágmarkskröfur um hreyfingu samkvæmt hreyfiráðleggingum. Ýmsar ástæður liggja að baki og margir þættir hafa áhrif á hvort stúlkur á þessum aldri stunda hreyfingu eða ekki. Rannsakendur hafa bent á þau miklu áhrif sem foreldrar hafa á hegðun og viðhorf barna sinna. Með ýmsu móti geta foreldrar hvatt unglingsstúlkur sínar til að hreyfa sig eins og að vera góðar fyrirmyndir með því að hreyfa sig sjálf og lifa heilbrigðu líferni. Ein af þeim aðferðum sem hefur gefið góða raun er að mæður sameinist í hreyfingu með dætrum sínum. Í þessu verkefni má sjá hönnun og skipulag námskeiðs sem ætlað er unglingsstúlkum á aldrinum 13-15 ára og mæðrum þeirra. Námskeiðið er hugsað sem tækifæri fyrir mæðgur til að efla hreyfingu og tengsl í gegnum sameiginlega hreyfingu

Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samtaka mæðgur - LOKALOKA.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna