is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12492

Titill: 
  • Markviss skothittniþjálfun í handknattleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hreyfinám kallast það þegar einstaklingur lærir nýjar hreyfingar eða þróar og bætir hreyfingar sem hann kunni áður. Til að hægt sé að segja að hreyfinám hafi átt sér stað þarf bætt frammistaða að vera varanleg. Hreyfinám er því stór þáttur þegar kemur að þjálfun íþróttaiðkenda. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif stöðugrar og breytilegrar þjálfunar á skothittni tíu til tólf ára stúlkna í handknattleik. Tilraunahópar fengu markvissa skothittniþjálfun á fjögurra vikna tímabili en samanburðarhópur fékk áfram hefðbundna handknattleiksþjálfun. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ekki var marktækur munur á tilrauna- og samanburðarhópum að lokinni fjögurra vikna þjálfun og ekki mældist marktækur munur á varðveislu hópanna sex vikum eftir þjálfunina. Höfundar benda á vankanta við útfærslu rannsóknarinnar og setja fram hugmyndir að framtíðarrannsókn.

Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12492


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karl og Stefán-skemman.pdf930.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna