is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1250

Titill: 
  • Svona gerum við : innleiðing á PMT-verkfærum með starfendarannsókn í leikskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn sem gerð var í leikskóla í þéttbýli þar sem kennarar
    innleiddu PTM-verkfæri sem tæki við uppeldis og kennslustörf.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort verkfæri PMT, sem upphaflega eru
    ætluð foreldrum barna með hegðunarerfiðleika, henti í leikskóla. Auk þess var
    tilgangurinn að rannsaka hvaða breytinga væri þörf svo að verkfærin gætu komið að
    notum við þau. Að síðustu var ásetningurinn að skoða áhrif notkunar verkfæranna á
    samskiptin í leikskólanum milli barna, barna og kennara og kennara.
    Rannsóknarsniðið sem notast var við til þess að skoða áhrif íhlutunarinnar í leikskólanum
    var starfendarannsókn. Sniðið felur í sér íhlutun sem miðar að því að breyta
    eða bæta starfsaðstæður við raunverulegar aðstæður þar sem áhrif íhlutunarinnar eru
    skoðuð og metin jafnóðum. Sniðið er talið henta vel þegar kennarar eru að tileinka sér
    nýja starfshætti, auka fagmennsku sína og starfsþroska. Gögnum var safnað með
    viðtölum, myndbandsupptökum, viðhorfskönnunum, dagbókarskrifum og skriflegum
    gögnum úr leikskólanum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til að PMT-verkfærin hafi komið
    kennurum leikskólans að gagni. Enn fremur eru vísbendingar um að börnum og
    kennurum hafi liðið betur þegar þau vissu til hvers væri ætlast af þeim og þannig veitt
    þeim meira öryggi. Að lokum má álykta að enn sé löng leið fyrir höndum þar til
    kennarar ná að tileinka sér verkfærin til fulls. Niðurstöður gefa einnig til kynna að
    skilyrðin í leikskólanum til að hrinda breytingum í framkvæmd hafi verið óhagstæð
    vegna óstöðugleika í starfsmannahaldi.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurborg Kristjánsdóttir_heild.pdf827.17 kBOpinnSvona gerum - heildPDFSkoða/Opna
Sigurborg Kristjánsdóttir_fylgiskjöl.pdf789.93 kBOpinnSvona gerum - viðaukarPDFSkoða/Opna