is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12570

Titill: 
  • Það er bara fínt að læra stafina : þróun læsis í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að fjalla um læsi í leikskólanum, hvernig læsi þróast hjá börnum og hvaða námsaðferðir innan leikskólans er verið að nota. Lagt er upp með rannsóknarspurninguna: Hvað gerum við í leikskólanum til að örva læsi?
    Ritgerðin inniheldur umfjöllun um leikskólann á Íslandi og þá hvernig þróun hans hefur orðið í þessa veru. Þáttur nokkurra fræðimanna sem koma að leikskólanum er kynntur. Leikurinn og áhrifamáttur hans er skoðaður með tilliti til læsis. Gerð er grein fyrir helstu hugtökum og þeim þáttum í lestrarferlinu sem eru mikilvægir en málþroski, orðaforði og góð hljóðkerfisvitund eru þættir sem skipta miklu máli þegar kemur að lestrarnámi. Lokakaflinn fjallar um læsi í starfi tveggja leikskóla þar sem kynnt er lestrarhvetjandi námsefni sem höfundar hafa notað í sínu starfi í leikskólanum.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru einkum þær að leikskólakennarinn þarf að vera vel að sér í þróun læsis til að geta leiðbeint börnunum í gegnum leikinn og að val á námsefni leikskólabarnanna með tilliti til læsis skiptir miklu máli.

Samþykkt: 
  • 10.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ 3 MAÍ.pdf642.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna