is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12574

Titill: 
  • Naglasúpan : staða grunnþátta menntunar og námssviða í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er skýrt frá því hvernig leikskólakennurum gengur að koma grunnþáttum menntunar og námssviðum að í starfi leikskóla. Grunnþættir menntunar eru sameiginlegir í öllum skólastigum og eiga að endurspeglast í samþættu skólastarfi og í þeim námssviðum sem tilnefnd eru í Aðalnámskrá leikskóla frá 2011. Til að skoða stöðu grunnþátta og námssviða var spurningalisti lagður fyrir sjö leikskólakenna í janúar 2012 og í framhaldi af greiningarvinnu var eitt hópviðtal þar sem rætt var nánar um hvernig þeim gengur að koma kennslu að í leikskólastarfinu. Hugmynd mín er að í leikskólum er unnið víðtækt og merkilegt starf, þegar kemur að því að kenna ungum börnum námsefni um leið og þau eru sjálf að ná ákveðnum þroska, þar sem oft á tíðum þarf að efla ákveðna færni til að barnið geti tileinkað sér námsefnið.
    Til að fá fram sjónarmið leikskólakennaranna þá var þeim gefið tækifæri að svara skriflega spurningum um hvernig grunnþættirnir birtast í starfinu og hvernig þeim gangi að koma kennslu að í starfinu. Síðar var sameiginlegur fundur um þau þemu sem þóttu koma skýrt fram í skriflegum svörum þeirra. Í svörum viðmælenda kemur í ljós að þeir eru meðvitaðir um hlutverk sitt sem leikskólakennarar og þess námsefnis sem vinna á með, þeir þurfa að hafa sig alla við, allan daginn að halda kennslunni gangandi. Lítið megi út af bregða til að það hafi áhrif á starfið. Virkni og frumkvæði kennarans er skilyrði fyrir árangri. Þá er það greinilegt að leikskólakennarar þurfa að vera stöðugt að skoða og meta aðstæður með tilliti til kennslunnar og árangurs. Að tryggja vellíðan og sjálfsöryggi barnsins er grundvallarþáttur til að nám geti farið fram.

Samþykkt: 
  • 10.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sniðmát meistaraverkefnis HÍ Naglasúpan.pdf793.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna