is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12604

Titill: 
  • Máltaka barna : hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Máltaka er ferli sem flest öll börn ganga í gegnum. Sum eiga í erfiðleikum með hana en önnur ekki. Þetta ferli er nánast alveg eins hjá öllum börnum sem hafa eðlilegan málþroska. Máltakan hefst við fæðingu og þróast hægt á fyrsta árinu en síðan tekur við afar hröð þróun og við um tveggja til þriggja ára aldur er hægt að heyra mun á börnunum frá degi til dags. Þegar börnin hafa náð sex ára aldri er máltökuskeiðinu að ljúka en við þróum málið út alla ævina. Við máltökuna skiptir málörvun og hljóðkerfisvitundin miklu máli og skiptir sköpun að börnin umgangist einstaklinga sem hafa áhuga á því að örva þau í tali og hlustun. Sum börn eru þó ekki svo heppin og eiga í erfiðleikum með máltökuna og getur það hamlað þeim í almennum samskiptum sem og öllu daglegu starfi. Því skiptir afar miklu máli að foreldrar og uppalendur fylgist vel með máltöku barna sinna því frávik í eðlilegri þróun talaðs máls getur haft langvarandi afleiðingar bæði fyrir andlegan og félagslegan þroska hvers einstaklings.

Samþykkt: 
  • 11.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12604


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin.pdf735.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kápa.pdf31.53 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna