is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12698

Titill: 
  • Áhrif Evrópuréttar á löggjöf um lága eiginfjármögnun
  • Titill er á ensku Influence of EU law on Thin capitalisation rules
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Reglur Evrópuréttar hafa ótvírætt áhrif á löggjöf aðildarríkja þess um lága eiginfjármögnun. Nauðsynlegt er fyrir Alþingi Íslands að taka mið af þeim áhrifum við setningu slíkra reglna hér á landi. Aðild Íslands að EES-samningnum leiðir til þess að innlend löggjöf um skatta þarf að samræmast grunnreglum og tilgangi Evrópuréttar. Með EES-samningnum skuldbindur Ísland sig til að setja innlend lög í samræmi við fjórfrelsisákvæðin og stofnsetningarréttinn. Jafnframt þarf að taka tillit til dómsúrlausna Evrópudómstólsins sem sér um að túlka og standa vörð um að reglunum sé beitt eins innan aðildarríkjanna.
    Í samræmi við reglur Evrópuréttar sem banna mismunun þá er það grundvallaratriði að reglur um lága eiginfjármögnun mega ekki vera mismunandi eftir þjóðerni lánveitanda. Þær þurfa að miðast við að takmarka vaxtagjöld eingöngu vegna lána sem veitt eru á milli tengdra aðila. Löggjöf þarf því að vera skýr um hverjir teljist tengdir aðilar og þyrfti að setja nákvæma skilgreining á samstæðum í skattalög. Vaxtahugtakið þarfnast einnig endurskoðunar. Reglurnar þyrftu að miðast við málamyndagerninga en ættu ekki að vera almennar og ná með því einnig yfir lán sem veitt eru í rekstrar- og viðskiptalegum tilgangi. Í löggjöf þyrfti að vera ákvæði um að ef félög gætu sýnt fram á rekstrar- og viðskiptaleg sjónarmið að baki lántöku þá næðu reglurnar ekki til vaxtagjalda vegna þeirra lána

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til júní 2013
Samþykkt: 
  • 1.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12698


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð_lokaskil_ÁsaKr.Óskarsdóttir.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna