is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1270

Titill: 
  • „Ég læt bara stafina renna inn í hver annan“ : lestrarþjálfun ungra barna með lestrarörðugleika
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi tilviksathugun fjallar um lestrarkennslu nemenda í 2. bekk sem höfðu litla eða enga lestrarfærni að loknu námi í 1. bekk. Rannsakandi, sem jafnframt annaðist kennsluna, fylgdi lestrarkennsluáætlun Early steps. Nemendur voru fjórir talsins og fengu 60 kennslustundir hver, einstaklingslega eða tveir saman utan bekkjar. Kennslutími náði yfir þriggja til fjögurra mánaða tímabil á vorönn 2005.
    Gengið var út frá rannsóknarspurningu: Hvernig þróast lestur fjögurra nemenda með lestrarörðugleika þegar unnið er markvisst með alla þætti lestrarferlisins daglega?
    Byggt er á fjögurra þrepa kennsluáætlun og lögð áhersla á víxlverkun lesturs og ritunar, endurtekningu og upprifjun til að festa námsþætti og byggja upp sjálfvirkni.
    Rannsóknin leiddi eftirfarandi í ljós:
    Þekking nemenda á tengslum bókstafa og hljóða styrktist. Allir nemendur lærðu umskráningu orða eftir hljóðaðferðinni og þróuðu minni á ritháttamyndir út frá tengslum stafs og hljóðs. Nemendur lærðu að beita árangursríkum námsaðferðum.
    Það sýndi sig í verkefnavinnu í lestri og ritun hvernig færni nemenda í umskráningu jókst smám saman. Þeim fór fram við að stafsetja orð, lesa stök orð og samfelldan texta.
    Nemandinn sem las mest yfir tímabilið náði mestum framförum í hljóðkerfisvitund.
    Við lok rannsóknar áttu nemendur ennþá erfitt með þætti eins og tilfærslu hljóða og hljóðeyðingu, en þeir þættir hljóðkerfisvitundar þróast síðast.
    Samkvæmt kenningum Ehri skiptist uppbygging sjónræns orðaforða í fjögur stig. Nemendur komust allir á annað stig, bókstafsstig að hluta. Við lok rannsóknar höfðu nemendur ekki náð á þriðja stig, fullkomna bókstafsstigið. Á því stigi næst færni í að hljóða sig gegnum áður óþekkt orð af nákvæmni sem síðan nýtist til að byggja upp sjónrænan orðaforða. Uppbygging sjónræns orðaforða var hæg á meðan rannsókn stóð. Tveir nemenda voru heimsóttir ári eftir að rannsókn lauk. Niðurstöður úr þeirri heimsókn sýndu verulega framför í sjónrænum orðalestri.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper is based on a case study on reading instruction for students in second grade who had few or no reading capabilities after first grade. The researcher who was also the teacher based her instructions on Early Steps Reading program (Morris, 1999). Four students participated and received 60 lessons, individually or two at a time, outside the classroom. Instruction time lasted for a three to four month period during the spring semester of 2005.
    The research was based on the research question: How do four students´ reading capabilities develop if all aspects of the reading process are worked upon every day ?
    The research was based on a four-step teaching plan that emphasised the interaction between reading and writing, repetition and revision to secure learning factors and build automaticity.
    The research findings:
    The students´ knowledge of letter sound connection increased. All students learned decoding of words and developed memory based on the connection between letters and sounds. Interactive learning strategies on behalf of the students were emphasised.
    Reading and writing assignments revealed how students´ capabilities in decoding increased step by step. They improved in spelling words and in reading single words and text.
    The student who read most over the period improved his phonological awareness most.
    By the end of the research students still had difficulties with factors such as phoneme transposition and phoneme deletion, but these factors develop last in phonological awareness.
    According to Ehri´s theory, sight word reading is divided into four stages. All students reached the second stage, the partial alphabetic phase. No student reached the third stage – the full alphabetic stage. At that stage students attain comprehension in decoding previously unknown words which is useful for building up sight word learning. The development of sight word learning was slow during the research period. Two students were visited a year after the research was finished. The findings of that visit showed significant progress in sight word reading.

Samþykkt: 
  • 9.10.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurlaug-Heildarskjal.pdf778.03 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna