EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12737

Title
is

3. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og tengsl við mörk leyfilegrar neyðarvarnar

Submitted
October 2012
Abstract
is

Auga fyrir auga gerir allan heiminn blindan. Ofbeldi er samfélagsleg staðreynd í okkar þjóðfélagi og kemur það í hlut löggæslumanna, ákæruvaldsins og fleiri aðila að sporna við því og koma málum fyrir dómstóla. Það er síðan hlutverk dómstólanna að ákvarða hvaða refsing skuli liggja við brotum samkvæmt lögum. Viss réttlætisviðhorf koma til skoðunar við ákvörðun refsinga. Hér er t.d. hægt að nefna samþykki og neyðarvörn sem hvoru tveggja geta leitt til niðurfellingar refsingar við vissar aðstæður.
Frá því að menn muna hefur ofbeldi og þess háttar atferli verið rótgróið í mannlegri háttsemi. Eitt af hlutverkum laganna er að sporna við því en nokkur ákvæði í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 fjalla um beitingu þess, afleiðingar og þá aðferð sem notuð er. Önnur ákvæði fjalla um þau sjónarmið sem ber að líta til þegar kemur að ákvörðun refsinga vegna brota á lögunum. Ritgerð þessi er tvískipt, annars vegar fjallar hún um 3. mgr. 218. gr. b. hgl. og hins vegar um neyðarvörn. Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður fjallað um þau álitaefni sem koma fyrir í 3. mgr. 218. gr. b. hgl. og þau sjónarmið sem liggja þar að baki ásamt því að fjalla um önnur skyld ákvæði og gildissvið þeirra gagnvart greininni. Í kjölfarið af þeirri umfjöllun verður farið inn á tengsl ákvæðanna við það þegar farið er út fyrir leyfileg mörk neyðarvarnar. Í síðari hluta verður síðan farið nánar í neyðarvörn, hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt ásamt sjónarmiðum við mat á einstaka þáttum í skilgreiningu á hugtakinu. Í lok þess kafla er fjallað almennt um þegar farið er út fyrir leyfileg mörk neyðarvarnar.
Kannað verður hvort skilyrði neyðarvarnar séu heldur til of ströng í íslenskri réttarframkvæmd. Hvort og hvaða sjónarmið mæli með því að brot gegn 218. gr. hgl. falli undir gildissvið fyrri málsliðar 3. mgr. 218. gr. b.

Accepted
15/08/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
G%EDsli Logi_ritge... .pdf419KBLocked until  01/01/2022 Complete Text PDF