is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12749

Titill: 
  • Svo lengi lærir sem lifir : starfsþróun starfsmenntakennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Miklar breytingar á starfsumhverfi í flestum atvinnugreinum hafa átt sér stað undanfarna áratugi og kalla þær á breytt viðhorf til starfa. Einstaklingar þurfa að bregðast við þróuninni og sinna starfsþróun sinni svo þeir séu betur í stakk búnir til að takast á við breytt starfsumhverfi. Það er úrelt hugsun að við menntum okkur til ákveðins starfs og að sú menntun dugi ævina á enda. Þvert á móti verðum við að bæta við okkur menntun alla ævi og starfsmenn fyrirtækja og stofnana verða stöðugt að þroska hæfileika sína og færni til að mæta breyttum kröfum og nýjungum í starfi.
    Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á meginstrauma í starfsþróun starfsmenntakennara á Íslandi. Rannsóknarspurningin er: Hverjar eru hugmyndir starfsmenntakennara um starfsþróun, af hvaða hvötum læra þeir nýja hluti í tengslum við starf sitt, hvers konar starfsþróun stunda þeir, og hver er framtíðarsýn þeirra um starfsþróun sina?
    Rannsóknin er eigindleg og byggir á einstaklingsviðtölum við sjö starfsmenntakennara á höfuðborgarsvæðinu sem allir starfa í sama skólanum. Þeir koma úr ólíkum deildum innan skólans og hafa mismikla starfsreynslu sem kennarar, eða 2-30 ár.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að starfsmenntakennarar líta svo á að starfsþróun felist fyrst og fremst í því að fylgjast með nýjungum og þróun í faginu. Hvati einstaklinga til þátttöku í starfsþróun kemur frá þeim sjálfum og byggist á metnaði fyrir starfinu, faginu og nemendum. Gagnlegustu leiðirnar eru, að þeirra mati, að fara aftur út í atvinnulífið og starfa í faginu sem þeir kenna á sumrin og taka þátt í margskonar námskeiðum tengdu faginu.

  • Útdráttur er á ensku

    "Learning is a lifelong process"
    Career development in the teacher's profession
    Major changes in the working environment of most professions have taken place for the past decade, and this has resulted in calls for changed attitudes towards careers and learning. In order to respond to these development individuals often need to react to be able to cope with these changes. It is obsolete thinking that one can educate oneself to a certain job and that particular education will suffice for a lifetime. On the contrary, we need to continue learning all our life and employees of companies and organizations will need to develop their skills and abilities to meet changing demands and new methods at work.
    Research on career development has indicated that job related education and training is essential and delivers improved skills, higher efficiency and more job satisfaction. Most teachers would like to attend educational classes in their field, but it is now generally considered that the most useful ways to conduct professional development is through guidance, self-direct learning and group work. It has also been shown that working hours, insufficient supply of training and lack of support from the employer has hampered teacher’s participation in career development. Furthermore, studies have shown that the best schools foster and focus on professional development of their teachers. The purpose of this study is to shed light on the main currents in professional development of vocational teachers in Iceland. The research question is; what are the conceptions vocational teachers in Iceland have about their professional development, what motivates their new learning in relation to their job, what kind of professional development do they participate in, and what is their future vision for their professional development?
    This study is qualitative and is based on interviews with seven vocational teachers in the regional area of Reykjavík, all working in the same school within different departments and they have various experiences as teachers which range from two to thirty years.

Samþykkt: 
  • 24.8.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12749


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna Svavarsdóttir.pdf965.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna