is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12802

Titill: 
  • Afleiðusamningar. Gildandi réttur og nýtt reglu- og eftirlitskerfi Evrópusambandsins
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenska fjármálakreppan er fylgifiskur alþjóðlegrar fjármálakreppu sem hófst árið 2006 í Bandaríkjunum en þaðan dreifðust áhrif hennar um heiminn. Ætla má að margir þættir hafi orsakað fjármálakreppuna en einn af þeim þáttum eru án efa viðskipti með afleiðusamninga. Þó að stjórnvöld og fræðimenn séu almennt sammála um að afleiðusamningar séu ekki eina orsök fjármálakreppunnar virðast menn vera á einu máli um að stærð og ógegnsæi afleiðumarkaðarins hafi verið afgerandi þáttur í fjármálahruninu og að hægt hefði verið að takmarka skaðleg áhrif kreppunnar ef fullnægjandi regluverk og eftirlit hefði verið til staðar. Í fyrri hluta þessarar ritgerðar verður gerð grein fyrir afleiðusamningum, lagaleg staða þeirra verður skoðuð og dregin verða fram helstu álitaefni sem upp hafa komið varðandi gildi afleiðusamninga og hvernig beita beri íslenskum réttarreglum um samningana. Þó að afleiðusamningar séu í raun hefðbundnir samningar gerir séreðli samninganna það að verkum að ekki er alltaf hægt að beita réttarreglum á sama hátt og ef um hefðbundna samninga væri að ræða. Í því ljósi verða helstu álitaefni sem borin hafa verið fyrir dómstóla skoðuð og þegar við á verður gerð grein fyrir kenningum fræðimanna. Þau ágreiningsefni sem vísað er í varða m.a. uppgjör afleiðusamninga, hvernig reglunni um brostnar forsendur og reglum um áhættuskipti er beitt um afleiðusamninga, hvenær krafa samkvæmt afleiðusamningi telst stofnast og loks hvernig ákvæðum ákveðinna lagabálka er beitt um afleiðusamninga.
    Í öðrum hluta ritgerðarinnar verður gerð grein fyrir fjármálakreppunni og hlutur afleiða í henni skoðaður. Fjármálakreppan varpaði ljósi á að mikið reglu- og eftirlitsleysi hafði viðgengist á afleiðumarkaðinum í langan tíma, bæði hér á landi og erlendis. Í því samhengi verður hér sérstaklega gerð grein fyrir nýrri reglugerð Evrópusambandsins ásamt nýju eftirlitskerfi en áætlað er að kerfið verði að fullu komið gagnið í lok árs 2012. Helsta markmið hins nýja kerfis er að draga úr áhættu í viðskiptum með afleiður og að gera afleiðumarkaðinn gegnsærri. Með nýjum reglum er meðal annars lögð sú skylda á aðila afleiðusamnings að greiðslujafna öllum hæfum afleiðusamningum og tilkynna um slík viðskipti til skráðs gagnasafns. Reglurnar munu hafa miklar breytingar í för með sér en greiðslujöfnunar- og tilkynningaskyldan mun í grundvallaratriðum breyta á hvaða hátt viðskipti með afleiðusamninga fara fram. Hvernig nýja reglu- og eftirlitskerfið verður innleitt hér á landi verður einnig tekið til athugunar en ekki liggur fyrir hvaða leið verður farin við að innleiða þær reglugerðir í íslenskan rétt. Að lokum verður Dodd-Frank löggjöf Bandaríkjanna skoðuð en löggjöfin tekur á viðskiptum með afleiðusamninga á sambærilegan hátt og ný reglugerð Evrópusambandsins.

Samþykkt: 
  • 4.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12802


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afleiðusamningar -lokaútgáfa.pdf792.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna