EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12808

Title
is

Mælingar og útreikningar á hljómburði tveggja tónleikasala og huglægt álit notenda

Submitted
June 2012
Abstract
is

Þekking á ómtíma og hljómburði tónleikasala er nokkuð viðamikil. Ómtími var eitt sinn talinn sú breyta sem helst lýsir hljóðtæknifræðilegum eiginleikum rýmis. Í dag er viðurkennt að þótt ómtíminn sé mikilvæg breyta lýsa fleiri breytur einnig huglægu mati á gæðum hljómburðar í rýmum fyrir tónflutning. Undanfarna áratugi hefur sífellt verið lögð meiri áhersla á góða hönnun tónleikasala til að upplifun áheyrenda og ekki síður tónlistarfólks verði sem best. Til eru tónleikasalir af öllum stærðum og gerðum sem henta mismunandi tónlist og margir af þeim nýlegri hafa breytilegan hljómburð til þess að laga salinn að þeirri tónlist sem þar er verið að flytja hverju sinni.
Í þessu verkefni var hljómburður tveggja sala mældur og reiknaður með tölvulíkan-útreikningum. Kannanir voru lagðar fyrir notendur beggja salanna og síðan var samanburður gerður á þessu þrennu. Einnig var metið hvort notkun salanna væri í samræmi við hvernig tónlist hentaði hverjum stað. Tilgangurinn var m.a. að skoða hina ýmsu þætti hljómburðar og hvaða máli þeir skipta í mati á gæðum hljómburðarins. Reynt var að meta hversu áreiðanleg tölvulíkan-reikniaðferð fyrir hljómburð er og hversu næm hún er fyrir breytingum á gildum. Að auki var skoðað hversu gott samræmi var á milli álits notenda á hljómburði og mældra eiginleika. Niðurstöður ættu því að gefa vísbendingu um hversu nákvæm reiknilíkön þurfa að vera til þess að reikna út hljómburð innan marktæks munar og hvort samræmi er milli upplifunar áheyrenda og hljómburðar salar.

Accepted
04/09/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Hljómburður tónlei... .pdf4.15MBOpen Complete Text PDF View/Open