EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12814

Title
is

Lestur er auðlind : hvað felst í læsi og lestrarþróun barna?

Submitted
May 2012
Abstract
is

Í þessari ritgerð er fjallað um hugtakið læsi og undirþætti þess: mál; lestur; hlustun og ritun. Leitast er eftir að svara spurningunni: Hvað felst í læsi og hvernig þróast lestrarkunnátta barna? Farið er yfir hugtakið læsi og skilgreiningar á því kynntar. Málþætti tungumálsins eru gerð skil og farið yfir byrjun málþroska hjá börnum, hvernig hann þróast og tengist öðrum meginþáttum læsis, sem eru: lestur; hlustun og ritun. Þar er skoðað hvernig má stuðla að góðum málþroska og áhrif meðvitaðar málkenndar á komandi lestrarnám. Skoðað er þróun lesturs og þá undirþætti sem honum tengjast og skipta sköpum til að hægt sé að tileinka sér lestur, það er: hljóðkerfisvitund; hljóðavitund; orðaforði; lesskilningur og lesfimi. Skoðuð er kenning Linnea C. Ehri um sjónrænan orðaforða og er hún notuð til hliðsjónar og ætlað að lýsa lestrarþróuninni og þeim stigum sem börn ganga í gegnum til að öðlast læsi. Rætt er um kenninguna um einfalda lestrarlíkanið og skoðuð eru skilningslíkön sem notuð hafa verið til að lýsa því hvernig lesari túlkar upplýsingar í málinu til að skilja texta. Í lokin er farið yfir þróun ritunar og stafsetningar. Skoðað er hvernig hæfni til ritunar byrjar og hver tengslin eru á milli hennar og lesturs. Í lokin er farið í samantekt og umræðu um efni ritgerðarinnar.

Accepted
04/09/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lestur er auðlind.pdf565KBLocked until  01/09/2022 Complete Text PDF