EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12868

Title
is

Mansal. Hinar ýmsu birtingamyndir mansals

Submitted
October 2012
Abstract
is

Flutningur fólks á milli landa hefur orðið mikill vegna aukinnar hnattvæðingar, samhliða því sem hefur mansal vaxið gríðarlega. Baráttan gegn mansali hefur verið talsvert til umræðu hér á landi sem annarsstaðar en árið 2000 settu Sameinuðu þjóðirnar fram hina svokölluðu Palermó bókun þar sem mansal er skilgreint og aðildarþjóðir hvattar til að aðlaga lög og reglur í baráttunni gegn þessari vá. Ritgerð þessi fjallar um mansal með áherslu á mikilvægi þess að sporna við mansali, jafnframt að bent er á ýmis vandkvæði við að skilgreina hvað mansal er. Skoðuð er orðræða ýmissa fræðimanna og samtaka um mansal og vændi og afleiðingar þess með tengingu við baráttuna gegn mansali, til dæmis baráttu samtaka vændiskvenna og skoðanir femínista en þessir hópar eru ósammála um hvar eigi að draga hugmyndafræðilega línu þegar vændi er annars vegar. Rædd eru ýmis afbrigði mansals og birtingarmyndir þess á meðal ólíkra samfélaga svo sem barnavændi, barnahermennska, kynlífsþrælkun og nauðungarvinna. Skipulögð glæpastarfssemi, fátækt, atvinnuleysi, stríðsátök og upplausn hefur ásamt menningarhefðum ýtt undir mansal. Sjónum er einnig beint að á hvern hátt mansal og vændi virðist þrífast á átakasvæðum þar sem friðargæslusveitir starfa.

Accepted
07/09/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
BA Þórhallur -uppsett.pdf579KBOpen Complete Text PDF View/Open